Lærir spænsku til að heilla forráðamenn Barca Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 23:15 Hansi Flick var landsliðsþjálfari Þjóðverja þar til í september síðastliðnum þegar honum var sagt upp störfum. Vísir/Getty Barcelona er í leit að nýjum knattspyrnustjóra þar sem Xavi mun láta af störfum eftir tímabilið. Margir hafa orðað Jurgen Klopp við starfið en annar Þjóðverji er líka inni í myndinni. Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Xavi tilkynnti á dögunum að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona eftir núverandi tímabil. Xavi hefur stjórnað Barcelona síðan árið 2021 og sagði álag vera aðalástæðuna fyrir brottförinni. Jurgen Klopp hefur einnig nýlega tilkynnt að hann ætli að hætta með Liverpool eftir tímabilið. Hann hefur verið orðaður við starfið hjá Barcelona án þess þó að tjá sig um málið sjálfur en annar Þjóðverji virðist vera afar áhugasamur um að taka við Katalóníuliðinu. Fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands Hansi Flick virðist allavega vera tilbúinn að leggja ýmislegt á sig til að heilla forráðamenn Barca því fregnir herma að hann sé byrjaður að læra spænsku til að undirbúa sig fyrir mögulegt samtal. Þá á Flick sömuleiðis að vera byrjaður að skoða aðstoðarþjálfara sem tala bæði þýsku og spænsku sem gætu þá aðstoðað hann í samskiptum við leikmenn. Þar hafa Oscar Corrochano og Christian Fiél verið nefndir til sögunnar en hvorugir eru þeir með störf hjá stærri félögum á ferilskránni. Hansi Flick var aðstoðarþjálfari Bayern Munchen árið 2019 en tók við sem knattspyrnustjóri á tímabilinu 2019-20 eftir að Niko Kovac. Flick fékk áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt Bayern til sigurs í deild, bikar og Meistaradeild á sínu fyrsta tímabili og vann deildina á ný árið eftir. | BREAKING: Hansi Flick is looking forward to coaching FC Barcelona. He has already started learning Spanish & is looking for assistants who speak both German and Spanish. @Alfremartinezz pic.twitter.com/zafK19ZDp3— Managing Barça (@ManagingBarca) February 11, 2024 Flick tók við þýska landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2021 og stýrði því á heimsmeistaramótinu í Katar í desember árið 2022. Þar olli liðið miklum vonbrigðum og féll úr keppni eftir riðlakeppnina. Flick var síðan rekinn í september síðastliðnum eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Japan en það var þriðji tapleikur þeirra í röð. Það yrði óneitanlega áhugavert ef Flick fengi tækifærið hjá Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira