Segist ekki vera meiddur en spilar ekki í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 21:15 Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í kvöld. Vísir/Getty Útherjinn Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í leiknum um Ofurskálina í kvöld. Hann segist þó ekki vera meiddur líkt og forráðamenn liðsins halda fram. Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00. NFL Ofurskálin Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Sjá meira
Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00.
NFL Ofurskálin Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Sjá meira