Segist ekki vera meiddur en spilar ekki í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 21:15 Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í kvöld. Vísir/Getty Útherjinn Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í leiknum um Ofurskálina í kvöld. Hann segist þó ekki vera meiddur líkt og forráðamenn liðsins halda fram. Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00. NFL Ofurskálin Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00.
NFL Ofurskálin Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira