Albert var á sínum stað í byrjunarliði Genoa sem lenti undir á 22. mínútu þegar Charles De Ketelaere skoraði með góðu skoti sem söng í fjærhorninu í marki Genoa.
Staðan í hálfleik var 1-0 en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ruslan Malinovsky metin fyrir Genoa þegar hann skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í nærhorninu. Staðan orðin 1-1 og leikurinn galopinn.

Atalanta var reyndar ekki að ná forystunni á ný. Teun Koopmeiners skoraði markið en hann setti þá boltinn í netið beint úr aukaspyrnu.
Lið Genoa reyndi hvað það gat til að jafna metin en Atalanta tókst að bæta við marki á 76. mínútu sem var dæmt af vegna ragnstöðu en skoðun myndbandsdómara tók afar langan tíma.
Á 88. mínútu fékk Albert síðan algjört dauðafæri til að jafna metin. Boltinn datt þá fyrir hann í markteignum en Marco Carnesecchi í marki Atalanta var fljótur út á móti og varði skot Alberts. Albert fékk lítinn tíma til að ná góðu skoti á markið en færið var engu að síður gott.
Undir lokin þegar Genoa hafði hent öllum sínum mönnum fram náði Atalanta inn tveimur mörkum. Fyrst Davide Zappacosta á tíundu mínútu uppbótartíma og El Bilal Toure tveimur mínútum síðar. Atalanta fagnaði 4-1 sigri og er í 4. sæti Serie A en Genoa er í 12. sæti og siglir nokkuð lygnan sjó.