Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Nóg er af rafmagni á Suðurnesjum að sögn forstjóra HS Veitna og geta stofnanir og fyrirtæki haldið áfram starfsemi sinni og bætt rafmagnsofnum við sig. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna á sjötta tímanum. Leggja á nýja heitavatnslögn frá Svartsengi og eru framkvæmdir þegar hafnar.

Upplýsingafulltrúi Almannavarna verður í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fer yfir stöðuna. Þá heimsækjum við ungt par frá Vogum í fréttatímanum sem er með tvö ungbörn og flúði vegna heitavatnsleysisins. 

Þá kemur Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í myndver til að ræða frost sem ríkir milli samningsnefnda. Kjaraviðræðum var slitið í gær og stranda viðræðurnar á forsenduákvæði.

Svo fáum við að skoða ný sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem eru nýkomin í verslanir í Bandaríkjunum. Sérfræðingur segir þau táknmynd þess sem koma skal. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×