Upplýsingafulltrúi Almannavarna verður í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fer yfir stöðuna. Þá heimsækjum við ungt par frá Vogum í fréttatímanum sem er með tvö ungbörn og flúði vegna heitavatnsleysisins.
Þá kemur Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í myndver til að ræða frost sem ríkir milli samningsnefnda. Kjaraviðræðum var slitið í gær og stranda viðræðurnar á forsenduákvæði.
Svo fáum við að skoða ný sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem eru nýkomin í verslanir í Bandaríkjunum. Sérfræðingur segir þau táknmynd þess sem koma skal.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.