Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hlutafé

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina.