Leggja til sumarfrí í íslenskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:45 Leikmannasamtök Íslands leggja til að gert verði fjögurra vikna hlé á keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Þá geti leikmenn einnig fengið 14 daga frí frá æfingum. Vísir/Diego Stjórn Leikmannasamtaka Íslands leggur til að á ársþingi KSÍ verði samþykkt að innleitt verði sumerhlé á keppnistímabili í Íslandsmóti mestaraflokka í knattspyrnu á Íslandi. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira