Stoltur af starfsfólki og íbúum Suðurnesja eftir strembna nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 11:51 Páll Erland er forstjóri HS Veitna. Í alla nótt var unnið að því að tengja nýja hjáveitulögn sem gæti séð íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Vísir/Arnar Tugir starfsmanna HS Orku og verktaka unnu í alla nótt að því að tengja nýja hjáveitulögn til að sjá íbúum Suðurnesja fyrir heitu vatni. Forstjóri HS Veitna segir mögulegt að lögnin komist í gagnið síðdegis en lengri tíma tekur að koma þrýstingi inn á kerfið. Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Hitavatnslögn HS Orku rofnaði um hádegisbil í gær þegar glóandi hraun rann yfir hana. Almannavarnir lýstu þá þegar yfir neyðarstigi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. Biðlað var til íbúa og fyrirtækja að spara allt rafmagn og heitt vatn. Öllu skólastarfi í leik-og grunnskólum Suðurnesja hefur verið aflýst í dag vegna stöðunnar. Páll Erland, forstjóri HS Veitna var spurður hvernig nóttin hefði gengið. „Nóttin gekk vel. Það er búið að vera vinna í alla nótt í því að gera við og tengja þessa nýju vatnslögn þannig að það sé hægt að koma heitu vatni á aftur. Það hélst hiti í húsum fram eftir nóttu og svo hefur fólk verið að nýta sér raftengingu til þess að halda á sér einhverjum yl. Fólk hefur staðið sig mjög vel í því að lágmarka álagið á rafdreifikerfið sem skilaði sér í því að það var ekki mikið um útköll og bilanir í kerfinu heldur þvert á móti.“ Páll var beðinn um að gefa grófan tímaramma um hvenær hann teldi raunhæft að nýja lögnin kæmist í gagnið. „Varðandi það að fara að koma heitu vatni yfir þá að hluta til nýju lögnina frá Svartsengi til Fitja þá er vonast til þess að það gerist einhvern tímann seinni partinn í dag en þá á eftir að koma á þrýstingi og hita á kerfið þannig að þetta mun, það skilar sér eitthvað í kvöld og laugardag og síðustu hús alveg fram á sunnudag.“ Óháð náttúruhamförum þá bilaði stofnlögn með köldu vatni á Ásbrúarsvæðinu en það stendur líka allt til bóta. Á Páli mátti skynja mikil stolt af bæði starfsfólki og íbúum svæðisins. „Það hefur verið að vinna stórvirki við erfiðar aðstæður, náttúruhamfarirnar eru enn í gangi þannig að það er bara frábært að sjá hvernig fólk á þessu svæði hefur bara tekið þessu og ætlar sér að komast í gegnum þetta.“ Segir Páll Erland.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08 „Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16 Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Hafi unnið þrekvirki í nótt Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. 9. febrúar 2024 09:08
„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. 8. febrúar 2024 20:16
Stefna að því að koma heitu vatni á á morgun Stefnt er á að koma heitu vatni aftur á á morgun. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri HS Orku segist vera bjartsýnn á að það gangi eftir í Reykjavík síðdegis í dag. 8. febrúar 2024 18:21