Viðskipti innlent

Bein út­sending: Út­hlutun úr Aski - mann­virkja­rann­sókna­sjóði

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra munu afhenda styrkina í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra munu afhenda styrkina í dag. Vísir/Vilhelm

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður styrkir 34 verkefni til nýsköpunar- og mannvirkjarannsókna um alls 101,5 milljón krónur í ár. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra munu afhenda styrkina í dag í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Streymt verður beint frá á úthlutuninni í spilara að neðan, en viðburðurinn hefst klukkan 13. 

Í tilkynningu á vef HMS segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður árið 2021 og sé hlutverk hans að veita styrki til nýsköpunar – og mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar í samræmi við markmið laga um mannvirki.

Þetta þriðja styrkár Asks bárust 55 umsóknir fyrir samtals 401 milljón króna styrki.

Langflestar umsóknir bárust í áhersluflokkinn byggingarefni eða 24 talsins og lúta öll 17 verkefnin sem hljóta styrk í þeim flokki að rannsóknum á vistvænum byggingarefnum enda eiga þau brýnt erindi í ljósi loftslagsvandans. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

Dagskrá

  • 13:00-13:10. Ávarp. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • 13:10-14:50. Forsendur úthlutunar og styrkveitingar. Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri Asks og Björn Karlsson fulltrúi IRN í fagráði
  • 14:50-15:00. Ávarp. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Fundarstjórn: Þóra Margrét Þorgeirsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×