Heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja varalögn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 15:45 Páll Erland, forstjóri HS veitna segir gríðarlega mikilvægt að hraunbreiðan nái ekki breiða ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja varalögn. Vísir Varabirgðir af heitu vatni í tönkum á Fitjum klárast á næstu klukkustundum. Þá tekur við heitavatnsleysi í Reykjanesbæ, á Suðurnesjum og í Vogum. Unnið er hörðum höndum við að tengja varalögn, en ef hún fer einnig undir hraun gæti heitavatnsleysi varað í margar vikur. Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust. Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Páll Erland, forstjóri HS veitna, ræddi við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu og fór yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Hitaveitulögnin fór undir hraun á hádegi og nú er svo komið að varabirgðir klárast á næstu klukkustundum. „Þá tekur ekkert annað en heitavatnsleysi við þangað til búið er að virkja nýja varalögn. Sem er verið að vinna í að tengja,“ segir Páll. „Nú skiptir miklu máli að hraunbreiðan breiði ekki of mikið úr sér, svo hægt verði að tengja hana.“ Hraun flæddi einnig yfir raflínu frá Svartsengi og tók með sér rafmagnsstaura. Þar með fór rafmagn af Grindavík, en varaaflvélar leiða nú rafmagn til bæjarins. Páll segir sveitarfélög á Suðurnesjum fá rafmagn frá Reykjanesi og Suðurnesjalínu. Svartsengi er nú keyrt á varavélum. „Rafmagns-og kaldavatnsframleiðslan heldur áfram og um það snýst málið núna. Að verja það. Það kemst ekkert rafmagn frá Svartsengi en við erum það vel sett að Fitjar og varaleiðir eru vel tengd.“ Kerfið ekki hannað fyrir rafkyndingu Um þúsund heimili munu nú þurfa að reiða sig á rafmagnsofna og blásara til að hita híbýli sín. „Það er mjög stórt viðfangsefni, og það verður eina leiðin til að hita hús,“ segir Páll. „Við höfum einmitt verið að upplýsa um að rafdreifikerfið er ekki hannað fyrir rafkyndingu heils sveitafélags og þar með þarf hver húseigandi að gæta þess að nota ekki meira tvö og hálft kílóvött af rafmagni í kyndingu. Það er mjög mikilvægt að fólk sýni þá ábyrgð því annars getur rafdreifikerfið í götunni, hverfinu eða þess vegna öllum bænum laskast.“ Er þetta ástand sem gæti varað í margar vikur? „Ef vel fer náum við hita á hús á næstu sólarhringum en rafmagn verður í þessari stöðu eitthvað um sinn.“ Hinsvegar sé ljóst að ef ekki takist að tengja nýja heitavatnslögn getur heitavatnsleysi varað í margar vikur. Þannig það er allt kapp lagt á að ná að tengja það sem fyrst. Páll segir að heita vatnið fari af hverfum eitt af öðru fram til miðnættis. Þá verði orðið heitavatnslaust.
Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira