Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar les fréttir í kvöld.

Enn gýs í grennd við Grindavík og hefur neyðarstigi verið lýst yfir á Suðurnesjum vegna heitavatnsskorts. Ástæðan er skemmdir á heitavatnslögn af völdum hraunrennslis.

Eldgosið og staðan af völdum þess verður í aðalhlutverki í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 

Fréttatíminn verður í lengra fallinu enda af nógu að taka auk þess sem fréttamenn verða í beinni útsendingu út um hvippinn og hvappinn; Kristján Már Unnarsson verður við gosstöðvar og rætt verður við Víði Reynisson í Skógarhlíð. Þá mætir Kristín Jónsdóttir, frá Veðurstofunni, í myndver til að ræða gosið. Að auki verður rætt við íbúa á Reykjanesinu, ferðamenn sem vöknuðu upp við gosið í morgun og starfsmenn Keflavíkurflugvallar. 

Fyrir utan helstu fréttir af eldgosinu verður fjallað um stöðuna á kjaraviðræðum, fjallað um aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða, staðan verður tekin í Palestínu og sýnt frá Pallborði um innflytjendamál sem var á Vísi í dag. 

Hægt verður að horfa á fréttatímann í beinni útsendingu á Stöð 2 og sömuleiðis hér á Vísi.

Fréttastofan efndi til aukafréttatíma í sjónvarpi í hádeginu í dag. Upptöku frá honum má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×