Heiðursstúkan: „Það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 08:01 Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson kepptu í því hvor þeirra veit meira um Super Bowl. Vísir Það er spenna í loftinu þessa dagana hjá áhugafólki um amerískan fótbolta og NFL deildina enda styttist í stærsta leik ársins í Bandaríkjunum en spilað verður um Ofurskálina á sunnudaginn kemur. Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Í tilefni af Super Bowl leiknum milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs í Las Vegas á sunnudagskvöldið þá var nýjasta Heiðursstúkan helguð Super Bowl leiknum. Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur á Vísi í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti. Í fimmta þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem eru báðir sérfræðingar í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2. Eiríkur Stefán var ekki alveg sáttur með að Henry Birgir mætti til leiks með tilbúna afsökun enda þátturinn tekinn upp daginn eftir þorrablót hjá kappanum. „Nú er búið að setja upp einhverja afsökun fyrir þig. Ég var á þorrablóti í gær, ég er svo þreyttur. Þess vegna vann ég ekki. Þú ert byrjaður að raða inn afsökunum og fyrsta spurningin er ekki einu sinni komin,“ sagði Eiríkur Stefán. Það stóð ekki á svari hjá Henry Birgi. „Ég get tekið þrjú þorrablót í röð en samt pakkað þér saman,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Heiðursstúkan: Hvað vita Henry Birgir og Eiríkur Stefán um Super Bowl? En hvað með þennan leik á milli San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs? „Það er erfitt að spá í þetta. Niners eru búnir að vera nokkurn veginn besta liðið í allan vetur. Ótrúlegt að Chiefs liðið sé komið alla þessa leið. Patrick Mahomes er einn mesti sigurvegari sem komið hefur fram. Er hægt að veðja gegn honum? Þetta er áhugavert á svo mörgum stigum. Ég er bara spenntur,“ sagði Henry. „Það er mjög erfitt að veðja á móti Mahomes. Þetta er svona Jordan móment sem við erum að upplifa með þennan gaur. Hann er búinn að fara í sex úrslitaleik í sinni deild í röð eða öll sín sex ár sem byrjunarliðsmaður. Það eru sumir af bestu leikstjórnendum sögunnar sem hafa aldrei farið í Super Bowl. hvað þá unnið hann. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir Niners í þessum leik. Ég hef ekkert fyrir mér í því og það er óskynsamlegt að veðja á Niners af því að Mahomes er í hinu liðinu,“ sagði Eiríkur. Hér fyrir ofan má síðan sjá hvernig spurningakeppnina fór hjá þeim félögum. Þetta var æsispennandi keppni og vannst á skemmtilegum lokakafla. „Þetta er það galnasta sem ég hef séð í spurningakeppni,“ voru orð sem féllu þegar spennan var hvað mest. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Ofurskálin Heiðursstúkan Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira