Hagnaður Arion yfir væntingum en mjög farið að hægja á útlánavexti
Hagnaður Arion banka á fjórða ársfjórðungi var nokkuð yfir væntingum greinenda, en ekki kom til virðsrýrnunar útlána eins og reiknað var með. Bankastjóri Arion segir viðskiptamódel bankans, að leggja áherslu á þóknanatekjur, hafi sannað sig á tímum þegar hægir á útlánavexti.
Tengdar fréttir
Vænta óbreyttrar arðsemi nú þegar vöxtur í vaxtatekjum banka gefur eftir
Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á arðsemi stóru bankanna á markaði þegar þeir birta uppgjör sín fyrir síðasta fjórðung ársins 2023 sem mun litast af því að ekki er lengur fyrir að fara miklum vexti í vaxtatekjum – þær gætu dregist saman hjá Íslandsbanka í fyrsta sinn í þrjú ár – og áframhaldandi niðurfærslur lánasafna hafa áhrif á afkomuna. Tekjur af kjarnarekstri Arion banka ættu samt að aukast lítillega milli ára á meðan viðsnúningur í fjármunatekjum ýtir Íslandsbanka upp fyrir arðsemismarkmið sitt, gangi spár hlutabréfagreinenda eftir.
Fyrsti áfangi Blikastaðalands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 íbúða
Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans.