Örlagastund? Margrét Kristín Blöndal skrifar 8. febrúar 2024 10:01 Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína).
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun