Örlagastund? Margrét Kristín Blöndal skrifar 8. febrúar 2024 10:01 Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Hvers konar veruleika höfum við búið okkur eiginlega? Getum við aðeins staldrað við og opnað augun eitt augnablik? Hér við völd er fullkomlega óhæf ríkisstjórn, sem á okkar heimssögulegum örlagatímum neitar að bregðast við þegar þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. Hér er við völd fólk sem hefur vaknað 124 sinnum upp að morgni við beinar lýsingar af slátrunarhrinu Ísraels á Palestínsku þjóðinni en ákveður í hvert sinn að beita alls ekki valdi sínu því til fordæmingar. Hún beitir hins vegar valdi sínu í reynd til að auka á þjáningar fólks frá Palestínu. Það gerir hún með því að standa sjálf í vegi fyrir því að palestínskar fjölskyldur sem þegar hafa fengið hér dvalarleyfi, vegna fjölskyldusameiningar, megi sameinast. Af hverju ríkisstjórnin bregst þannig við þjóðarmorði og hryllilegum afleiðingum þess er ekki vitað. Hún vill ekki svara því. Það sem við vitum hins vegar er að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið iðinn við að: Ljúga til, um meint flækjustig framkvæmdarinnar, líkt og það sé íþrótt. Sýna palestínsku þjóðinni fullkomna fyrirlitningu með því að gera ekkert, til að koma þeim sem hægt væri að koma til hjálpar, til hjálpar. Svara þeim Palestínumönnum í engu, þeim sem hér bíða í algerri örvæntingu eftir ástvinum sínum og hundsa algerlega kröfur þeirra og beiðnir um samtal. Gera lítið úr mótmælum þess sama fólks á opinberum vettvangi. Smætta þannig baráttu þeirra fyrir því að fá börnin sín og fjölskyldur heimtar úr því víti sem Ísraelsstjórn og her hefur gert land þeirra að. Láta sig engu varða þrotlaus mótmæli almennings. Við horfum upp á stjórnvöld sem sýna ekkert annað af sér en að þau vilji bara halda áfram að gera ekkert. Ekkert nema kannski að halda áfram með samúðarsvip að fylgjast með litlum börnunum og foreldrum þeirra á Gaza sprengdum til limlestingar eða dauða. Þau sýna engin önnur viðbrögð. Þau gera ekkert. Stjórnvöld sem ljúga upp í opið geðið á þjóð sinni hvenær sem þeim dettur í hug um jafnalvarleg mál og þessi, mál sem varða líf fólks og dauða, eru allsendis óhæf. Stjórnvöld sem hafa í hendi sér örlög lítilla barna en kjósa meðvitað að líta undan á meðan drápsvélin eirir engu... Við höfum lesið um svona fólk í sögubókum. Það er nauðsynlegt að við opnum augun fyrir því sem er að gerast. Sameiginlega getum við hafnað aðgerðarleysi og siðleysi ríkisstjórnarinnar sem er öll ábyrg. Stöndum með samvisku okkar og sameiginlegri sálarheill. Stöndum með mannúð. Alltaf. Stjórnvöld veittu leyfi til að fjölskyldur mættu sameinast en eru að svíkja það, meðvituð um harminn. Meðvituð um að Gaza er hættulegasti staður á jörðinni. Meðvituð um að dauðinn nálgast fjölskyldurnar eins og alla aðra á Gaza og nú víðar, á ógnarhraða, ef ekki með sprengjuregni, þá hungri, kulda og sjúkdómum. Hver mínúta skiptir máli! Það tæki Bjarna Benediktsson eitt símtal að greiða úr þessu. Einn diplómatapassa. Það er allt og sumt. Það er vitað. Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína).
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun