Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 20:00 Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Vísir/Arnar Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“ Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“
Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00