Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 19:29 Martin Griffiths er yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna. AP Yfirmaður hjálparsamtaka sameinuðu þjóðanna biðlaði í dag til a að gleyma ekki því neyðarástandi sem nú stendur yfir í Súdan, en þar hefur stríð geisað í landinu í tíu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“ Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira