Chelsea sigldi örugglega áfram í 16-liða úrslit 7. febrúar 2024 21:55 Moises Caceido og Axel Diasi fagna hér Enzo Fernandez eftir frábært mark þess síðastnefnda í kvöld. Vísir/Getty Chelsea er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Aston Villa á útivelli í kvöld. Chelsea mætir Leeds í næstu umferð bikarsins. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í fyrri leiknum og því ljóst að leikið yrði til þrautar í kvöld. Chelsea ætlaði sér þó ekki að hafa slaginn neitt lengri en þörf myndi krefja í kvöld. Cole Palmer kom gestunum í 1-0 strax á 11. mínútu og Nicolas Jackson tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar. Staðan í hálfleik 2-0 en snemma í síðari hálfleiknum lokaði Enzo Fernandez leiknum þegar hann skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eftir mark Fernandez fjaraði leikurinn hægt og rólega út en Moussa Diaby náði þó að minnka muninn fyrir Aston Villa í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem þar með er komið í 16-liða úrslit og mætir Leeds á heimavelli undir lok mánaðarins. Framlenging er í gangi í leik Nottingham Forest og Bristol City en þar var staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Enski boltinn
Chelsea er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Aston Villa á útivelli í kvöld. Chelsea mætir Leeds í næstu umferð bikarsins. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge í fyrri leiknum og því ljóst að leikið yrði til þrautar í kvöld. Chelsea ætlaði sér þó ekki að hafa slaginn neitt lengri en þörf myndi krefja í kvöld. Cole Palmer kom gestunum í 1-0 strax á 11. mínútu og Nicolas Jackson tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar. Staðan í hálfleik 2-0 en snemma í síðari hálfleiknum lokaði Enzo Fernandez leiknum þegar hann skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eftir mark Fernandez fjaraði leikurinn hægt og rólega út en Moussa Diaby náði þó að minnka muninn fyrir Aston Villa í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 fyrir Chelsea sem þar með er komið í 16-liða úrslit og mætir Leeds á heimavelli undir lok mánaðarins. Framlenging er í gangi í leik Nottingham Forest og Bristol City en þar var staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti