Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 11:27 Frá mótmælum gegn laxeldi á Austurvelli. Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. „Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan. Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
„Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan.
Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47