Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Askur Hrafn Hannesson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun