Verkefnin sem keppa um Gulleggið í ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 18:42 Verkefnin tíu sem keppa um Gulleggið í ár voru kynnt á dögunum. KLAK Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer fram á föstudaginn en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Tíu teymi sem valin voru úr tæplega sjötíu umsóknum af áttatíu manna rýnihópi keppa um hið gullna egg. Gulleggið er eitt af flaggskipum félagsins KLAK - Icelandic Startups, sem er í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Félagið gegnir því hlutverki að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Controlant, PayAnalytics, Pink Iceland, Atmonia og Taktikal eru meðal þeirra fyrirtækja sem notið hafa velgengni hafa eftir þátttöku í Gullegginu. Teymin sem etja munu kappi um Gulleggið eru eftirfarandi. Explore Iceland - tour guide „Leiðsögumaðurinn í bílinn.“ FairGame „FairGame er platform fyrir íþróttamót barna og unglinga, með FairGame ætlum við að setja upplifun barna í fyrsta sæti, með notkun gervigreindar er platformið þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegan styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir. Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur ! FairGame appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.“ Flöff - textílvinnslan „Þróa nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands. Með réttum tækjabúnaði er hægt að tæta niður textíl og búa til nýtt efni. Fyrst ætlum við að skoða textílúrgang hjá fyrirtækjum, til dæmis starfsmannafatnað og koma þeim textíl aftur í hringrás og á sama tíma búa til verðmæti fyrir fyrirtæki.“ JarðarGreining „JarðarGreining verkefni stefnir að þróa hátækniaðferð sem notar jarðratssjá og drónartækni til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta það jafnframt ósnortið. Boðið verður upp á fjölbreytta þjónustu: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.“ Memm.Care „Umönnun heilabilunarsjúklinga með aðstoð gervigreindar. Hundrað gleðiríkir dagar, að bæta lífsgæði sjúklinga.“ Sea Growth „Hugmyndin er að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktað upp í þar til gerðum líftönkum. Til þess verður notuð endurnýjanleg orka og íslenskt vatn.“ Snatalabb „App sem aðstoðar gæludýraeigendur og viðurkennda gæludýra- að skiptast á þjónustu og skapa öruggt og heilbrigt atvinnuumhverfi á Íslandi til samkeppni á heimsmarkaði. Hugmyndin er byggð á Uber/Airbnb líkani, sem stofnar vettvang með mikla möguleika á að hafa áhrif á samfélög.“ Thorexa „Thorexa mun byggja upp tölvupóstsvar við þeim póstum sem berast út frá fyrri póstum og gögnum fyrirtækisins. Þetta mun stytta skriftíma starfsmanna og líkir eftir þeirra skrifstíl. Sama lausn getur svo svarað póstum sjálfvirkt til annarra starfsmanna fyrirtækisins ef starfsmaður hættir svo vitneskja hans glatist ekki í gagnaóreiðunni.“ Ullarkögglar „Bætum verðmæti við lággæða ull bænda og auðgum jarðveginn okkar með lífrænum ullarkögglaáburði.“ Vegskáli „Vegskáli snýst um að byggja úr hraðharðnandi trefjasteypu yfir mikilvæga innviði sem hraun ógna, láta hraun flæða yfir skálana og skilja eftir innviðina heila og nothæfa.“ Nýsköpun Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Gulleggið er eitt af flaggskipum félagsins KLAK - Icelandic Startups, sem er í eigu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Félagið gegnir því hlutverki að stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það að markmiði að fjölga sprotafyrirtækjum. Controlant, PayAnalytics, Pink Iceland, Atmonia og Taktikal eru meðal þeirra fyrirtækja sem notið hafa velgengni hafa eftir þátttöku í Gullegginu. Teymin sem etja munu kappi um Gulleggið eru eftirfarandi. Explore Iceland - tour guide „Leiðsögumaðurinn í bílinn.“ FairGame „FairGame er platform fyrir íþróttamót barna og unglinga, með FairGame ætlum við að setja upplifun barna í fyrsta sæti, með notkun gervigreindar er platformið þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegan styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir. Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur ! FairGame appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.“ Flöff - textílvinnslan „Þróa nýja aðferð við að endurnýta ónothæfan textíl innanlands. Með réttum tækjabúnaði er hægt að tæta niður textíl og búa til nýtt efni. Fyrst ætlum við að skoða textílúrgang hjá fyrirtækjum, til dæmis starfsmannafatnað og koma þeim textíl aftur í hringrás og á sama tíma búa til verðmæti fyrir fyrirtæki.“ JarðarGreining „JarðarGreining verkefni stefnir að þróa hátækniaðferð sem notar jarðratssjá og drónartækni til að rannsaka og meta eðlis- og byggingareiginleika viðfangsefnis og láta það jafnframt ósnortið. Boðið verður upp á fjölbreytta þjónustu: allt frá greiningum á þökum húsa til lagna- og kapalgreiningar, frá staðfræði- og botnmælingum til forgreiningar fyrir fornleifauppgröft og náttúruvámat.“ Memm.Care „Umönnun heilabilunarsjúklinga með aðstoð gervigreindar. Hundrað gleðiríkir dagar, að bæta lífsgæði sjúklinga.“ Sea Growth „Hugmyndin er að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum þ.e. svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumsýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktað upp í þar til gerðum líftönkum. Til þess verður notuð endurnýjanleg orka og íslenskt vatn.“ Snatalabb „App sem aðstoðar gæludýraeigendur og viðurkennda gæludýra- að skiptast á þjónustu og skapa öruggt og heilbrigt atvinnuumhverfi á Íslandi til samkeppni á heimsmarkaði. Hugmyndin er byggð á Uber/Airbnb líkani, sem stofnar vettvang með mikla möguleika á að hafa áhrif á samfélög.“ Thorexa „Thorexa mun byggja upp tölvupóstsvar við þeim póstum sem berast út frá fyrri póstum og gögnum fyrirtækisins. Þetta mun stytta skriftíma starfsmanna og líkir eftir þeirra skrifstíl. Sama lausn getur svo svarað póstum sjálfvirkt til annarra starfsmanna fyrirtækisins ef starfsmaður hættir svo vitneskja hans glatist ekki í gagnaóreiðunni.“ Ullarkögglar „Bætum verðmæti við lággæða ull bænda og auðgum jarðveginn okkar með lífrænum ullarkögglaáburði.“ Vegskáli „Vegskáli snýst um að byggja úr hraðharðnandi trefjasteypu yfir mikilvæga innviði sem hraun ógna, láta hraun flæða yfir skálana og skilja eftir innviðina heila og nothæfa.“
Nýsköpun Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira