Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2024 11:56 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hafði lengi stefnt að því að eignast Zodiak-bát. Sveitin fékk styrk frá FISK og draumurinn var að rætast en þau lentu í svikahröppum. Svo virðist sem þeir hjá Sportbátum stundi að fá greitt fyrir vörurnar en afhenda þær ekki. Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira