„Það eru alltaf móment þegar kvæðamenn rísa upp og trylla lýðinn“ Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2024 07:02 Pétur Blöndal er að yfirgefa Samál og snýr sér í bili alfarið að ljóðlistinni. vísir/vilhelm Pétur Blöndal er að ljúka störfum hjá Samál – samtökum álframleiðenda og er kominn í ljóðin sem hann segir alls staðar að finna. „Þetta er ákveðið afturhvarf inn í fjölmiðlaumhverfið að spreyta sig á því en ég er sem sagt að gera sex ljóðaþætti fyrir RÚV með Evu Maríu Jónsdóttur,“ segir Pétur Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir það heppni að fá að takast á við það sem þau hafi bæði ástríðu fyrir. Pétur segir þessa þætti reyndar hafa verið lengi í býgerð. RÚV leitaði til þeirra fyrir þó nokkru en svo kom upp Covid og allskonar. „Við höfum verið að vinna að þessu á þessu ári, tökur í haust og erum að velta fyrir okkur spurningunni: Hvaða máli ljóð skipti? Hvort þau skipti einhverju máli, af hverju er verið að fá okkur til að gera ljóðaþætti yfir höfðuð í þessari holskeflu upplýsinga sem yfir okkur dynur. Af hverju er fólk að grípa í ljóðabók og setjast niður og hverfa inní … Ljóðið sprelllifandi Þarna brestur Pétur orð. Hann segir erfitt að lýsa því af hverju fólk grípur í ljóðabók. „Og hvar finnur fólk tíma til þess. Og hvar er ljóðið að leita okkur uppi á þessum endalausu hlaupum sem við erum á. Við höfum leitað fanga víða og rekist á allskonar skemmtilegt sem gæti komið mörgum á óvart.“ Ljóðið er sem sagt ekki dautt? „Nei, það er margbúið að drepa ljóðið í gegnum tíðina. En maður þarf auðvitað ekki annað en líta í kringum sig til að átta sig á að í raun er ekki þverfótað fyrir því. Hvort sem fólk kemur saman og gerir sér glaðan dag, eða er að syrgja eða leita tilgangs í lífinu; glíma við elliglöp eða hvað sem er. Alltaf er ljóðið skammt undan.“ Pétur Blöndal segir ljóðið sprelllifandi og það megi finna út um allt.vísir/vilhelm Þá segir Pétur það merkilegt að samfélagsmiðlarnir, sem eru smátt og smátt að yfirtaka líf okkar, þar sömuleiðis virðist ljóðið ná máli. „Bæði í statusum á Facebook og X, þeir eru eins og sérsniðnir fyrir ljóð; stutt og knappt. Síðan er endalaust flæði þegar gervigreindin er að velja ofan í okkur allskonar myndskeið, í það minnsta fyllir algóritminn minn samfélagsmiðla mína af ljóðum. Bara í morgun fékk ég í símann hjá mér Richard Burton að fara með Shakespeare. Það er nú ekki amalegt, get ég sagt þér.“ Vísnafeðgarnir Blöndal Pétur segist ekki vita hvort það hafi komið þeim á óvart en reyndin sé að ljóðið sé bókstaflega útum allt. „Svo er líka gaman að hitta fólk sem segir ljóð ekki skipta neinu máli og hvers vegna við eigum að vera að púkka uppá ljóð?“ En eru þetta ekki viðbrigði, að fara úr Samál og yfir í þetta? „Jú, þetta eru auðvitað viðbrigði. En ég var búinn að vera þarna í tíu ár og mér fannst kominn tími til að breyta til. Mig langaði til að einhenda mér í þessa þætti en síðan langar mig líka að líta í kringum mig og hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni. Það verður bara að ráðast hvað það verður. Ég er með einhver önnur verkefni sem ég er að sinna meðfram, en ég ætla að njóta þess að tæma hugann og sjá til.“ Vísnafeðgar. Þeir hafa verið umsjónarmenn vísnahorns Morgunblaðsins nú í áratugi og skipt með sér verkum í þeim efnum.facebook Pétur var í blaðamennsku á sínum tíma og naut þess. Og þá var hann með vísnaþætti í Morgunblaðinu. „Þetta er ekki alveg nýtt áhugamál. Ég held að faðir minn hafi byrjað með vísnahorn 1959, hann hætti 1989 og ég byrjaði með vísnaþætti síðan 1994 og hætti 2013. Þá tók hann við aftur. Hann er enn að skrifa vísnaþætti og ég hleyp stundum undir bagga með honum. Ég er að skrifa vísnaþátt fyrir miðvikudaginn,“ segir Pétur. Faðir Péturs er Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og hann hefur í gegnum tíðina ekki látið sig muna um að henda fram stöku þegar svo ber undir. Loftslagsmálin eitt kjarnasvið álveranna Þá tók Pétur saman Limrubókina sem kom út árið 2012 og sló rækilega í gegn. „Já, það gekk mjög vel og ég er enn að fá viðbrögð við henni. Hún gladdi margra en bókin var í mótun um árabil; safn limra af ýmsum toga svo sem gamanmálum, tvíræðni, pólitík og ljóðrænum stemmningum,“ segir Pétur. Hlutverkið sem Pétur gegndi hjá Samál var af öðrum toga. En hann segist reyndar hafa notið mikils sjálfstæðis í störfum sínum. „Nú síðasta sumar skiluðu álverin af sér fyrsta loftslagsvegvísinum þar sem tíunduð eru sameiginleg markmið í loftslagsmálum,“ segir Pétur sem er beðinn um að nefna dæmi um verkefni þar á bæ. Pétur segir þessa vinnu muni nýtast stjórnvöldum í gerð aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. „Það var gaman að spreyta sig á því að taka saman markmið álveranna sem eru hvert um sig með öflug upplýsingateymi sem hafa sett sér skýr markmið. Loftslagsmál eru eitt kjarnasviða álveranna; að draga sem mest úr umhverfisáhrifum af sinni starfsemi.“ Líst vel á arftaka sinn Pétur segir að í starfi Samáls séu haldnir ýmsir viðburðir en grunnurinn í starfinu er traust upplýsingagjöf, veita upplýsingar um starfsemina með trúverðugum hætti. „Það var einn þáttur í starfi mínu að stofna álklasann ásamt fleira góðu fólki. Það hefur verið gefandi að fylgjast með því hvernig hann hefur vaxið og dafnað. Þar er bæði næringarríkur jarðvegur fyrir rannsóknir og þróun og komið hafa upp sprotar. Sumir byrjaðir að mynda rætur. Fyrirtæki eins og DTE sem hefur hannað leiserskynjara sem greinir efnasamsetningu fljótandi málma. Þetta er á heimsmælikvarða í því sem þeir eru að fást við,“ segir Pétur sem dæmi. „Þetta er fjölbreytt og gefandi.“ Fram hefur komið að arftaki Péturs sem framkvæmdastjóri hjá Samál er Guðríður Eldey Arnardóttir en hún hefur síðastliðin ár verið skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Hvernig líst þér á hana? „Bara mjög vel. Hún á eftir að gera góða hluti, ég er sannfærður um það.“ Virkur í Kvæðamannafélagi Norður Breiðafjarðar En þó hægt væri að pumpa Pétur lengi vel um efnasamsetningu fljótandi málma og fleira spennandi þá hefur ljóðið tekið við af þeim. Ertu að semja eitthvað sjálfur? „Jájá, ég er alltaf eitthvað að semja sjálfur,“ segir Pétur sem segir reyndar að þetta eigi ekki að þurfa að koma eins mikið á óvart og blaðamaður vill leggja upp með. „Ég var mjög ungur í kvæðamannafélaginu Iðunni og mætti á fundi þar. Þar var aðeins eldra fólk þannig að ég ílengdist nú ekki sem fastagestur á fundum þá. Pétur Blöndal segir alltaf og af og til koma til þess að kvæðamenn stígi á stokk og trylli lýðinn.vísir/vilhelm Ég var um tvítugt. En svo var stofnað kvæðamannafélag Norður Breiðafjarðar, þar erum við nokkrir vinir sem gerum mikið af því að kveðast á.“ Þar eru þeir Golli ljósmyndari, Auðunn Atlason sem starfar hjá hjá utanríkisþjónustunni nú um stundir, Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður og Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum. „Allt bráðskemmtilegir menn sem allir hafa sinn stíl þegar kemur að því að kasta fram stöku.“ En, það er eiginlega alveg sama hvernig ég reyni að snúa þessu… það verður seint sagt að ljóð og kvæði teljist hipp og kúl? „Neiiii, en samt. Kvæðamenn hafa nú samt hitt á kúl nótur. Steindór Andersen með Sigurrós, Sveinbjörn Beinteinsson í Rokk í Reykjavík … það eru alltaf móment þegar kvæðamenn rísa upp og trylla lýðinn.“ Áliðnaður Ljóðlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Þetta er ákveðið afturhvarf inn í fjölmiðlaumhverfið að spreyta sig á því en ég er sem sagt að gera sex ljóðaþætti fyrir RÚV með Evu Maríu Jónsdóttur,“ segir Pétur Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir það heppni að fá að takast á við það sem þau hafi bæði ástríðu fyrir. Pétur segir þessa þætti reyndar hafa verið lengi í býgerð. RÚV leitaði til þeirra fyrir þó nokkru en svo kom upp Covid og allskonar. „Við höfum verið að vinna að þessu á þessu ári, tökur í haust og erum að velta fyrir okkur spurningunni: Hvaða máli ljóð skipti? Hvort þau skipti einhverju máli, af hverju er verið að fá okkur til að gera ljóðaþætti yfir höfðuð í þessari holskeflu upplýsinga sem yfir okkur dynur. Af hverju er fólk að grípa í ljóðabók og setjast niður og hverfa inní … Ljóðið sprelllifandi Þarna brestur Pétur orð. Hann segir erfitt að lýsa því af hverju fólk grípur í ljóðabók. „Og hvar finnur fólk tíma til þess. Og hvar er ljóðið að leita okkur uppi á þessum endalausu hlaupum sem við erum á. Við höfum leitað fanga víða og rekist á allskonar skemmtilegt sem gæti komið mörgum á óvart.“ Ljóðið er sem sagt ekki dautt? „Nei, það er margbúið að drepa ljóðið í gegnum tíðina. En maður þarf auðvitað ekki annað en líta í kringum sig til að átta sig á að í raun er ekki þverfótað fyrir því. Hvort sem fólk kemur saman og gerir sér glaðan dag, eða er að syrgja eða leita tilgangs í lífinu; glíma við elliglöp eða hvað sem er. Alltaf er ljóðið skammt undan.“ Pétur Blöndal segir ljóðið sprelllifandi og það megi finna út um allt.vísir/vilhelm Þá segir Pétur það merkilegt að samfélagsmiðlarnir, sem eru smátt og smátt að yfirtaka líf okkar, þar sömuleiðis virðist ljóðið ná máli. „Bæði í statusum á Facebook og X, þeir eru eins og sérsniðnir fyrir ljóð; stutt og knappt. Síðan er endalaust flæði þegar gervigreindin er að velja ofan í okkur allskonar myndskeið, í það minnsta fyllir algóritminn minn samfélagsmiðla mína af ljóðum. Bara í morgun fékk ég í símann hjá mér Richard Burton að fara með Shakespeare. Það er nú ekki amalegt, get ég sagt þér.“ Vísnafeðgarnir Blöndal Pétur segist ekki vita hvort það hafi komið þeim á óvart en reyndin sé að ljóðið sé bókstaflega útum allt. „Svo er líka gaman að hitta fólk sem segir ljóð ekki skipta neinu máli og hvers vegna við eigum að vera að púkka uppá ljóð?“ En eru þetta ekki viðbrigði, að fara úr Samál og yfir í þetta? „Jú, þetta eru auðvitað viðbrigði. En ég var búinn að vera þarna í tíu ár og mér fannst kominn tími til að breyta til. Mig langaði til að einhenda mér í þessa þætti en síðan langar mig líka að líta í kringum mig og hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni. Það verður bara að ráðast hvað það verður. Ég er með einhver önnur verkefni sem ég er að sinna meðfram, en ég ætla að njóta þess að tæma hugann og sjá til.“ Vísnafeðgar. Þeir hafa verið umsjónarmenn vísnahorns Morgunblaðsins nú í áratugi og skipt með sér verkum í þeim efnum.facebook Pétur var í blaðamennsku á sínum tíma og naut þess. Og þá var hann með vísnaþætti í Morgunblaðinu. „Þetta er ekki alveg nýtt áhugamál. Ég held að faðir minn hafi byrjað með vísnahorn 1959, hann hætti 1989 og ég byrjaði með vísnaþætti síðan 1994 og hætti 2013. Þá tók hann við aftur. Hann er enn að skrifa vísnaþætti og ég hleyp stundum undir bagga með honum. Ég er að skrifa vísnaþátt fyrir miðvikudaginn,“ segir Pétur. Faðir Péturs er Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og hann hefur í gegnum tíðina ekki látið sig muna um að henda fram stöku þegar svo ber undir. Loftslagsmálin eitt kjarnasvið álveranna Þá tók Pétur saman Limrubókina sem kom út árið 2012 og sló rækilega í gegn. „Já, það gekk mjög vel og ég er enn að fá viðbrögð við henni. Hún gladdi margra en bókin var í mótun um árabil; safn limra af ýmsum toga svo sem gamanmálum, tvíræðni, pólitík og ljóðrænum stemmningum,“ segir Pétur. Hlutverkið sem Pétur gegndi hjá Samál var af öðrum toga. En hann segist reyndar hafa notið mikils sjálfstæðis í störfum sínum. „Nú síðasta sumar skiluðu álverin af sér fyrsta loftslagsvegvísinum þar sem tíunduð eru sameiginleg markmið í loftslagsmálum,“ segir Pétur sem er beðinn um að nefna dæmi um verkefni þar á bæ. Pétur segir þessa vinnu muni nýtast stjórnvöldum í gerð aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. „Það var gaman að spreyta sig á því að taka saman markmið álveranna sem eru hvert um sig með öflug upplýsingateymi sem hafa sett sér skýr markmið. Loftslagsmál eru eitt kjarnasviða álveranna; að draga sem mest úr umhverfisáhrifum af sinni starfsemi.“ Líst vel á arftaka sinn Pétur segir að í starfi Samáls séu haldnir ýmsir viðburðir en grunnurinn í starfinu er traust upplýsingagjöf, veita upplýsingar um starfsemina með trúverðugum hætti. „Það var einn þáttur í starfi mínu að stofna álklasann ásamt fleira góðu fólki. Það hefur verið gefandi að fylgjast með því hvernig hann hefur vaxið og dafnað. Þar er bæði næringarríkur jarðvegur fyrir rannsóknir og þróun og komið hafa upp sprotar. Sumir byrjaðir að mynda rætur. Fyrirtæki eins og DTE sem hefur hannað leiserskynjara sem greinir efnasamsetningu fljótandi málma. Þetta er á heimsmælikvarða í því sem þeir eru að fást við,“ segir Pétur sem dæmi. „Þetta er fjölbreytt og gefandi.“ Fram hefur komið að arftaki Péturs sem framkvæmdastjóri hjá Samál er Guðríður Eldey Arnardóttir en hún hefur síðastliðin ár verið skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Hvernig líst þér á hana? „Bara mjög vel. Hún á eftir að gera góða hluti, ég er sannfærður um það.“ Virkur í Kvæðamannafélagi Norður Breiðafjarðar En þó hægt væri að pumpa Pétur lengi vel um efnasamsetningu fljótandi málma og fleira spennandi þá hefur ljóðið tekið við af þeim. Ertu að semja eitthvað sjálfur? „Jájá, ég er alltaf eitthvað að semja sjálfur,“ segir Pétur sem segir reyndar að þetta eigi ekki að þurfa að koma eins mikið á óvart og blaðamaður vill leggja upp með. „Ég var mjög ungur í kvæðamannafélaginu Iðunni og mætti á fundi þar. Þar var aðeins eldra fólk þannig að ég ílengdist nú ekki sem fastagestur á fundum þá. Pétur Blöndal segir alltaf og af og til koma til þess að kvæðamenn stígi á stokk og trylli lýðinn.vísir/vilhelm Ég var um tvítugt. En svo var stofnað kvæðamannafélag Norður Breiðafjarðar, þar erum við nokkrir vinir sem gerum mikið af því að kveðast á.“ Þar eru þeir Golli ljósmyndari, Auðunn Atlason sem starfar hjá hjá utanríkisþjónustunni nú um stundir, Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður og Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum. „Allt bráðskemmtilegir menn sem allir hafa sinn stíl þegar kemur að því að kasta fram stöku.“ En, það er eiginlega alveg sama hvernig ég reyni að snúa þessu… það verður seint sagt að ljóð og kvæði teljist hipp og kúl? „Neiiii, en samt. Kvæðamenn hafa nú samt hitt á kúl nótur. Steindór Andersen með Sigurrós, Sveinbjörn Beinteinsson í Rokk í Reykjavík … það eru alltaf móment þegar kvæðamenn rísa upp og trylla lýðinn.“
Áliðnaður Ljóðlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira