Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 11:00 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM í desember, fyrsta stórmóti liðsins í rúman áratug. IHF Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn