Baulað á Beckham í fjarveru Messi Siggeir Ævarsson skrifar 5. febrúar 2024 06:31 David Beckham stillir sér upp ásamt poppstjörnunni G.E.M. fyrir leikinn vísir/Getty 40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri. David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn