Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Við heyrum hljóðið í Grindvíkingum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við förum einnig yfir stöðuna í Miðausturlöndum í fréttatímanum, þar sem allt virðist á suðupunkti. Bandaríkjamenn og Bretar réðust á skotmörk Húta, Bandaríkjamenn heita enn fremur frekari aðgerðum á svæðinu vegna árásar í Jórdaníu síðustu helgi og Ísraelsmenn beina nú spjótum sínum að borginni Rafah á Gasa - þar sem fyrir ríkir neyðarástand vegna fjölda flóttamanna.

Þá hittum við sóttvarnalækni í beinni útsendingu vegna mislingasmits sem greindist á Landspítalanum í gær. Hún hefur áhyggjur af mögulegum faraldri. 

Við kynnum okkur líka forvitnilegar vendingar í tækniheiminum vestanhafs. Læknar hjá Neuralink, fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk, græddu í vikunni þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. Taugalæknir segir að með flögunni geti fólk vonandi endurheimt sjón og hreyfigetu að einhverju leyti. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×