Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 17:49 Abdul Ezedi skvetti sýru á konu og tvær ungar dætur hennar á miðvikudag og hefur verið á flótta síðan. Efnin sem hann notaði voru svo sterk að fólk sem kom að fórnarlömbunum varð einnig fyrir áverkum. Met Police Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin. Lundúnalögregla greindi frá því að lögregluþjónar hefðu leitað að Ezedi í tveimur byggingum í austurhluta Lundúna og í þremur í Newcastle. Í einni byggingunni í Newcastle fundust tóm ílát með viðvörunarmerkingum og er verið að rannsaka hvort þau efni tengist árásinni. Lögreglan hefur hvatt hinn 35 ára Ezedi til að gefa sig fram en hann hefur verið á flótta frá því hann réðist á mæðgurnar. Síðast sást til hans klukkan níu á miðvikudagskvöld þar sem hann fór inn í lest í King's Cross neðanjarðarlestarstöðinni. Tólf særðust í árásinni, þar á meðal 31 árs kona og tvær dætur hennar sem eru þriggja og átta ára. Allar þrjár liggja þær á spítala en móðurinni hefur verið haldið sofandi og eru áverkar hennar lífshættulegir. Sky hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ezedi og móðirin hafi verið í sambandi. Ezedi er af afgönskum uppruna og bjó í Newcastle og var árið 2018 ákærður fyrir kynferðisbrot. Eins og sjá má á mynd af öryggismyndavél hér að ofan er hann með áverka í andliti, það hefur ekki komið fram hvort þeir tengist árásinni eða séu eldri. Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. 1. febrúar 2024 15:06 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Lundúnalögregla greindi frá því að lögregluþjónar hefðu leitað að Ezedi í tveimur byggingum í austurhluta Lundúna og í þremur í Newcastle. Í einni byggingunni í Newcastle fundust tóm ílát með viðvörunarmerkingum og er verið að rannsaka hvort þau efni tengist árásinni. Lögreglan hefur hvatt hinn 35 ára Ezedi til að gefa sig fram en hann hefur verið á flótta frá því hann réðist á mæðgurnar. Síðast sást til hans klukkan níu á miðvikudagskvöld þar sem hann fór inn í lest í King's Cross neðanjarðarlestarstöðinni. Tólf særðust í árásinni, þar á meðal 31 árs kona og tvær dætur hennar sem eru þriggja og átta ára. Allar þrjár liggja þær á spítala en móðurinni hefur verið haldið sofandi og eru áverkar hennar lífshættulegir. Sky hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ezedi og móðirin hafi verið í sambandi. Ezedi er af afgönskum uppruna og bjó í Newcastle og var árið 2018 ákærður fyrir kynferðisbrot. Eins og sjá má á mynd af öryggismyndavél hér að ofan er hann með áverka í andliti, það hefur ekki komið fram hvort þeir tengist árásinni eða séu eldri.
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. 1. febrúar 2024 15:06 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. 1. febrúar 2024 15:06