Tími kominn að ræða varnarmál Bryndís Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2024 12:32 Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stórt skref var stigið í síðustu viku þegar Erdogan, forseti Tyrklands og tyrkneska þingið samþykktu loks inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið. Enn er er beðið eftir samþykki Ungverjalands en með samþykki þeirra verður Svíþjóð loksins fullgildur meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Innganga Finnlands og Svíþjóðar í NATO er gífurleg lyftistöng fyrir allt öryggi á Norðurlöndunum og sér í lagi fyrir öryggi norðurslóða. Með aðild allra Norðurlandanna að Atlantshafsbandalaginu er þetta í fyrsta skiptið frá Kalmarssambandinu, þar sem formlegt varnarbandalag er við lýði á löndunum. Með inngöngunni eru Finnland og Svíþjóð að skuldbinda sig að taka þátt í aðgerðum bandalagsins ef fimmta grein sáttmálans yrði virkjuð. Til dæmis ef flytja þyrfti vopn í gegnum þau til Eystrasaltslandanna eða mannafla á Norðurslóðir. Fyrir Ísland er þetta sérstaklega jákvætt vegna þess að heraflar þessara þjóða þekkja betur til erfiðra aðstæðna sem fylgja vetrar veðrum líkt og þekkist hér á landi getur þetta skipt sköpum ef til þess kæmi að grípa þyrfti til hernaðaraðgerða hér á landi. Þó ólíklegt sé að til þess kæmi þá er ávallt gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera við öllu búinn. Við þessi tímamót er einnig kjörið tækifæri fyrir Ísland að líta til sinna nágrannaþjóða og skoða hvernig þau haga sínum varnarmálum. Öll norðurlöndin eru í einhverri mynd með herskyldu í í sínu landi. Verandi herlaust land er slíkt ekki inn í myndinni fyrir Ísland en því er mikilvægt að opna umræðu um íslensk varnarmál og sérstaklega hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðunni. Þrátt fyrir að Ísland sé herlaust land skiptir máli að það geti tekið þátt á í allri umræðu um herkænsku og skipulag aðgerða á norðurslóðum og rödd okkar á að heyrast í þeirri umræðu enda ekki síður hagsmunamál okkar Íslendinga. Við sem þjóð eigum einnig að geta sagt öðrum þjóðum hvernig við viljum haga okkar varnarmálum t.d hve stóran herafla myndi þurfa hér á landi til þess að hægt væri að halda eigindlegri innrás í skefjum þar til liðsauki bærist. Þó þetta sé ólíklegt að raungerast er mikilvægt að sýna okkar helstu bandalags þjóðum að við tökum öllu okkar öryggi alvarlega, við séum óhrædd í að tjá okkur um öryggis- og varnarmál og séum ekki, né viljum vera, aðeins fylgifiskar þegar kemur að alþjóðlegri varnarsamvinnu Fyrsta skrefið er að opna meira á umræðuna um öryggis- og varnarmál, ræða um þjóðaröryggi Íslands og byggja upp áhuga ungs fólks á málaflokknum til að tryggja uppbyggingu á þekkingu hér innanlands á öryggi Íslands. Höfundur er formaður Skjaldar, félags ungs fólks um öryggis- og varnarmál.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar