Leikmaðurinn sem um ræðir er Litháinn Justas Tamulis en hann lék með KR í Subway-deildinni á síðasta tímabili. Tamulis, sem er 29 ára bakvörður og/eða lítill framherji skorað 16 stig að meðaltali í leik með KR og tók fjögur fráköst. Hann kemur til Vals frá heimalandi sínu þar sem hann lék með Jonavos á yfirstandandi tímabili.
Leiða má líkur að því að þessi ákvörðun Vals, að bæta erlendum leikmanni í hópinn á þessum tímapunkti, þýði að endurkoma Kára Jónssonar á parketið sé ekki í kortunum alveg á næstunni en Valur tilkynnti í byrjun desember að Kári þyrfti að fara í aðgerð á fæti og yrði frá næstu mánuðina.
Það var Karfan.is sem greindi fyrst frá.