Flugmanninum tókst að senda frá sér neyðarkall áður en hann brotlenti á heimili. Meðal látnu eru bæði einstaklingar sem voru um borð í vélinni og íbúar heimilisins.
Að sögn slökkviliðsstjórans Scott Ehlers er útlit fyrir að slysið hafi valdið skemmdum á að minnsta kosti þremur öðrum húsum í byggðinni en ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast.
Aðstæður á vettvangi eru sagðar erfiðar viðfangs.
Um var að ræða flugvél af tegundinni Beechcraft Bonanza V35 en svo virðist sem bilun hafi orðið í vélinni. Samkvæmt yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum er ekki vitað hversu margir voru um borð í flugvélinni þegar hún fórst.
Málið verður rannsakað af staðar- og alríkisyfirvöldum.