Að óbreyttu þurfi nýbyggingar ekki að þola jarðskjálfta Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 13:41 Þetta hús þolir vafalítið íslenskar aðstæður. Svo gæti farið að hús framtíðarinnar geri það ekki. Vísir/arnar Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til. Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“