Suðurnes sett í samband – mikilvægara nú sem aldrei fyrr Anton Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2024 11:01 Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar. Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnesin í heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi eins og áður sagði en Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Á Suðurnesjum erum við að lifa sögulega tíma, nýtt tímabil eldsumbrota er hafið sem getur ógnað okkar helstu innviðum, því er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð og samfélag að menn vinni markvisst að framvindu málsins með skynsemi og hag suðurnesja að leiðarljósi, með það að markmiði að styrkja orkuinnviði fyrir atvinnulíf og búsetu á suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Orkumál Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sé komið í höfn áætlað er að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 munu hefjast síðsumars, en í vor stendur til að bjóða í út jarðvinnu vegna línulagnarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nú í janúar. Um gríðarlega mikilvæga innviðaframkvæmd er að ræða fyrir öll Suðurnesin í heild sinni. Lengi hefur verið kallað eftir frekari raforku inn á svæðið og hefur deila staðið um framkvæmdina í rúma tvo áratugi. Það hefur legið fyrir um langa hríð að Nauðsynlegt væri að ráðast í framkvæmdir sem þessar til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Saga Suðurnesjalínu 2 er bæði löng og stormasöm. Fyrst fékkst leyfi til framkvæmda 2013, landeigendur kærðu það því þeir vildu að línan yrði lögð í jörð. Árið 2016 ógilti Hæstiréttur framkvæmdaleyfið á grundvelli gallaðs umhverfismats. En eftir ítarlega rýni kaus Landsnet að halda loftlínukostinum til streitu og óska eftir framkvæmdaleyfi. Viðræður um Suðurnesjalínu 2 hafa staðið í hátt í tvo áratugi eins og áður sagði en Þær hafa einkum strandað á afstöðu Voga sem hafa ekki viljað láta háspennulínu í lofti í gegnum sveitarfélagið, en það hefur Landsnet viljað. Nú er langþráð samkomulag í höfn. Á Suðurnesjum erum við að lifa sögulega tíma, nýtt tímabil eldsumbrota er hafið sem getur ógnað okkar helstu innviðum, því er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð og samfélag að menn vinni markvisst að framvindu málsins með skynsemi og hag suðurnesja að leiðarljósi, með það að markmiði að styrkja orkuinnviði fyrir atvinnulíf og búsetu á suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun