Innherji

„Enginn bar­lóm­ur“ en án Mar­els tefst upp­færsl­a hjá MSCI

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Ég lít á það sem góð meðmæli fyrir íslenska markaðinn að JBT hyggi á tvískráningu hér. Það varpar ljósi á hve mikilvægir íslenskir fjárfestar eru fyrir félögin. Í grunninn yrði hér áfram mjög öflugt félag á markaði,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
„Ég lít á það sem góð meðmæli fyrir íslenska markaðinn að JBT hyggi á tvískráningu hér. Það varpar ljósi á hve mikilvægir íslenskir fjárfestar eru fyrir félögin. Í grunninn yrði hér áfram mjög öflugt félag á markaði,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Nasdaq Iceland

Fari svo að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) kaupi Marel mun það tefja ferlið við að komast upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu MSCI. „Það er enginn barlómur í okkur. Við erum áfram í dauðafæri en þetta tefur að líkindum verkefnið eilítið,“ segir forstjóri Kauphallarinnar.


Tengdar fréttir

Upp­bygging í ólgu­sjó á hluta­bréfa­markaði

Lengst af ársins 2023 var íslenskur hlutabréfamarkaður í ólgusjó. Þar skipti mestu máli hátt vaxtastig, knúið áfram af þrálátri verðbólgu og háum verðbólguvæntingum, sem var dragbítur á markaðinn. Þá bárust fréttir af stærstu skráðu félögunum sem fóru illa í fjárfesta. Áhyggjur af köldu efnahagslífi og heitum kjarasamningunum á næsta ári vofðu yfir markaðnum og alvarlegt stríðsástand í heiminum bætti ekki úr skák.

Von á tals­verðu inn­flæði fjármagns með upp­færslu Al­vot­ech í vísi­tölur FTSE

Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech, verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði skarpt fyrir lokun markaða í gær en búast má við talsverðu fjármagnsinnflæði frá erlendum vísitölusjóðum þegar félagið bætist í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa tilheyrt sömu vísitölum frá því í fyrra.

Al­vot­ech tekið inn í vísi­tölu MSCI fyrir vaxtar­markaði

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.

Vægi ís­lensk­a hlut­a­bréf­a­mark­að­ar­ins eykst um fimmt­ung hjá MSCI

Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði hefur aukist um fimmtung. Íslenski markaðurinn er sá þriðji stærsti innan vísitölunnar. Rekja má aukninguna til þess að Bahrein, furstadæmi á Persaflóa, tilheyrir ekki lengur vísitölunni. Tíðindin ættu að hafa í för með sér aukið innflæði á markaðinn frá erlendum fjárfestum.

Ný flokkun hjá FTSE skilar fjölbreyttari flóru og ýtir undir skráningar

„Það hefur sárvantað fjölbreytni í fjárfestaflóruna. Við höfum náð árangri þegar kemur að innlendum einstaklingum en erlenda innflæðið hefur ekki verið eins mikið og maður hefði viljað. Með breiðari flóru styrkist verðmyndun og við fáum betri markað,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

Íslensk félög í sigti margfalt stærri fjárfesta eftir nýja flokkun hjá FTSE

Flokkun Íslands sem nýmarkaðsríki hjá  FTSE Russell laðar tugi milljarða króna af erlendu fjármagni að íslenska hlutabréfamarkaðinum og eykur sýnileika markaðarins á erlendri grundu. Tímasetningin er hagstæð í ljósi þess að innflæði kemur á sama tíma og innlendir fjárfestar beina fjármagni, sem þeir hafa fengið útgreitt í formi arðs á síðustu vikum eða tekið frá fyrir hlutafjárútboð Íslandsbanka, aftur inn á markaðinn. Þetta segja viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×