Ákall um að FIFA og UEFA banni Ísrael að spila við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 08:31 Ísland og Ísrael mættust í síðustu Þjóðadeild en sú keppni skilaði þeim báðum að lokum sæti í umspili um sæti á EM. vísir/Hulda Margrét FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa verið hvött til að banna Ísrael frá allri keppni í fótbolta vegna hörmunganna á Gasa. Slíkt bann hefði mikil áhrif á Ísland. Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Þessu kallar jórdanski prinsinn Ali bin Hussein eftir í opnu bréfi. Hann er fyrrverandi frambjóðandi til formanns FIFA og nú formaður knattspyrnusambands Jórdaníu og knattspyrnusambands Vestur-Asíu. Í næsta mánuði, 21. mars, eiga Ísrael og Ísland að mætast í afar mikilvægum leik, í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla. Skorar á KSÍ og önnur sambönd Ákveðið hefur verið að leikurinn, sem átti að vera heimaleikur Ísraels, verði spilaður á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi. Þar spilaði Ísrael einnig heimaleiki sína í lok undankeppni EM, í nóvember síðastliðnum, eftir að stríðið braust út. En Ali vill að gengið verði lengra og að Ísrael verði bannað að spila leikinn. Hann skorar á KSÍ og önnur aðildarsambönd FIFA að taka undir málstaðinn. „Við köllum eftir því að FIFA, álfusamböndin og aðilar þeirra gangi til liðs við okkur í baráttunni gegn voðaverkunum,“ segir í opnu bréfi Ali sem The Sun vitnar til. „Í því felst fordæming á því að saklausir borgarar séu drepnir… og að við sameinumst í að einangra ísraelska knattspyrnusambandið frá öllum fótbolta þar til að árásunum lýkur,“ segir þar einnig. Euro 2024 could be plunged into chaos as Fifa and Uefa are urged to kick Israel out of football https://t.co/pv2kTr3FXx https://t.co/pv2kTr3FXx— The Sun Football (@TheSunFootball) February 1, 2024 The Sun getur þess að ekki sé búist við því að FIFA eða UEFA bregðist við með því að banna Ísrael, líkt og gert var við Rússland eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sigurvegarinn úr leik Íslands og Ísraels mætir sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu sem hefst í Þýskalandi 14. júní. Liðið sem kemst á mótið verður í E-riðli ásamt Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu, og byrjar á leik við Rúmeníu 17. júní.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01 Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Krefjast allsherjar banns íþróttafólks frá Ísrael Knattspyrnusamband Jórdaníu hefur krafist þess að íþróttasamfélagið taki höndum saman gegn innrás Ísraela í Palestínu og að ísraelskt íþróttafólk verði bannað frá þátttöku í alþjóðlegum keppnum. 1. janúar 2024 09:01
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35
Salah: Geriði það, ekki gleyma þeim Liverpool stjarnan Mohamed Salah skrifaði um fólkið, sem á um sárt að binda á Gasaströndinni, í jólakveðjunni sinni í ár. 27. desember 2023 12:00