„Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 22:51 Frá vinstri eru Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðarbæjarlistans, Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Allar mótmæltu þær ráðningu Lúðvíks í sameiginlegri bókun. Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Garðabæjarlistans og Framsóknar í Garðabæ gera alvarlegar athugasemdir við ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Garðabæ. Þær segja ekki gætt að óhlutdrægni og segja Lúðvík flokksbundinn. Sá sem gegni stöðunni þurfi að vera hlutlaus. Gengið var frá ráðningu Lúðvíks á fundi bæjarstjórnar í kvöld. Í sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa flokkanna þriggja segir að ekki hafi verið gætt að óhlutdrægni við ráðninguna og að þau vilji ekki fallast á þá tillögu að ráða Lúðvík Örn í starfið. Vísa þau í ákvæði stjórnsýslulaga þar sem fjallað er um vanhæfisástæður og draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs, Bjargar Fenger, í efa. Björg Fenger sá um að velja úr tveimur hæfustu umsækjendunum eftir að bæjarstjóri bæjarins, Almar Guðmundsson, vék vegna vanhæfis vegna tengsla við umsækjanda. Björg er til vinstri og Almar til hægri. „Í dag stöndum við því frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvort formaður bæjarráðs og formaður skipulagsnefndar, geti í reynd verið hlutlaus gagnvart kollega sínum og samstarfsfélaga svo það sé hafið yfir allan vafa. Um er að ræða ráðningu í eitt æðsta embætti sveitarfélagsins. Það er afar mikilvægt fyrir hvert sveitarfélag að starfsmenn stjórnsýslunnar séu hafnir yfir allan vafa og að um stjórnsýsluna ríki traust allra íbúa. Þar af leiðandi óskum við eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs,“ segir í bókuninni. Þar gera þær einnig athugasemdir við það að Lúðvík Örn hafi um langt skeið gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og geri það enn með setu í nefndum. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn bæjarins. Fram kemur í bókuninni að hann hafi verið formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu og hafi haldið utan um prófkjör og kosningabaráttu flokksins. Þá sitji hann einnig í skipulagsnefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en Björg er formaður nefndarinnar. Vinur bæjarstjóra einn sá hæfasti Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að um leið og listi yfir umsækjendur hafi legið fyrir hafi vaknað upp spurningar um hvað ætti að gera. Samkvæmt hefð hafi ráðningarskrifstofa séð um ferlið en bæjarstjóri átt að sitja síðasta viðtal og velja svo á milli umsækjenda. Almar hafi vikið vegna vanhæfis og Björg tekið við. „En þá gerðist það sem við óttuðumst. Að vinur bæjarstjóra og samstarfsmaður þeirra, pólitískt, verður einn af þeim sem teljast hæfastir. Svo er Björgu falið að velja á milli tveggja hæfustu,“ segir Sara Dögg og að gagnrýni minnihlutans lúti helst að því sem hafi þá gerst. „Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu. Maðurinn er flokksbundinn, situr fyrir flokkinn í nefnd í sveitarstjórn og formaður bæjarráðs, sem sér um tilnefningu í starfið, er formaður í sömu nefnd. Þau eru samstarfsmenn í pólitík í skipulagsnefndinni,“ segir Sara Dögg og að vegna þess hafi fulltrúum í minnihluta þau geta vísað til stjórnsýslulaga og til vanhæfis vegna óhlutdrægni hennar. „Því hún er klárlega tengd manninum,“ segir Sara og að hún, og aðrir í minnihlutanum, telji að á þessum tímapunkti hefði Björg átt að lýsa sig vanhæfa. Sara Dögg segir ráðninguna slæma fyrir allt sveitarfélagið og íbúa þess. Það skorti nú traust. Vísir/Vilhelm „Við hefðum talið að til að taka af allan vafa um þessa ráðningu hefði hún átt að segja frá því að einn sá hæfasti væri tengdur þeim. Það væri faglegt mat ráðningarskrifstofu. En hefði svo átt að kalla til fundar og fá fulltrúa frá öllum flokkum í bæjarráði til að taka þessa ákvörðun sameiginlega. Bara að gera eitthvað til að bregðast við þessari ömurlegu stöðu sem hún var komin í.“ Sara Dögg segir að miklu leyti snúist gagnrýni þeirra líka um stöðuna sjálfa sem Lúðvík er skipaður í. Um sé að ræða afar mikilvæga stöðu innan stjórnsýslunnar sem sé mikilvægt að traust ríki um. „Það er algerlega ótækt að það sé aðili með pólitíska slagsíðu í þessari stöðu. Manni er algerlega misboðið. Stjórnsýslan á að vera hafin yfir allan vafa um pólitík eða tengingar. Sviðsstjórnar á stjórnsýslusviði eiga að vera hlutlausir og það eiga allir að geta treyst því að þeir séu það. Með þessari ráðningu getur enginn treyst því,“ segir Sara Dögg og að ráðningin sé afar slæm fyrir bæjarfélagið og íbúa. Hún segir að meirihlutinn hafi kosið með ráðningunni á fundi bæjarstjórnar í kvöld en minnihlutinn gegn henni. Sara Dögg segist þó ætla að biðja um það að málið verði rætt á fundi bæjarráðs eftir helgi. Garðabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 3. janúar 2024 07:30 Blöskrar sorphirðan í Garðabæ Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana. 6. janúar 2024 15:37 Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Gengið var frá ráðningu Lúðvíks á fundi bæjarstjórnar í kvöld. Í sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa flokkanna þriggja segir að ekki hafi verið gætt að óhlutdrægni við ráðninguna og að þau vilji ekki fallast á þá tillögu að ráða Lúðvík Örn í starfið. Vísa þau í ákvæði stjórnsýslulaga þar sem fjallað er um vanhæfisástæður og draga óhlutdrægni formanns bæjarráðs, Bjargar Fenger, í efa. Björg Fenger sá um að velja úr tveimur hæfustu umsækjendunum eftir að bæjarstjóri bæjarins, Almar Guðmundsson, vék vegna vanhæfis vegna tengsla við umsækjanda. Björg er til vinstri og Almar til hægri. „Í dag stöndum við því frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvort formaður bæjarráðs og formaður skipulagsnefndar, geti í reynd verið hlutlaus gagnvart kollega sínum og samstarfsfélaga svo það sé hafið yfir allan vafa. Um er að ræða ráðningu í eitt æðsta embætti sveitarfélagsins. Það er afar mikilvægt fyrir hvert sveitarfélag að starfsmenn stjórnsýslunnar séu hafnir yfir allan vafa og að um stjórnsýsluna ríki traust allra íbúa. Þar af leiðandi óskum við eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs,“ segir í bókuninni. Þar gera þær einnig athugasemdir við það að Lúðvík Örn hafi um langt skeið gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og geri það enn með setu í nefndum. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn bæjarins. Fram kemur í bókuninni að hann hafi verið formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu og hafi haldið utan um prófkjör og kosningabaráttu flokksins. Þá sitji hann einnig í skipulagsnefnd bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en Björg er formaður nefndarinnar. Vinur bæjarstjóra einn sá hæfasti Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að um leið og listi yfir umsækjendur hafi legið fyrir hafi vaknað upp spurningar um hvað ætti að gera. Samkvæmt hefð hafi ráðningarskrifstofa séð um ferlið en bæjarstjóri átt að sitja síðasta viðtal og velja svo á milli umsækjenda. Almar hafi vikið vegna vanhæfis og Björg tekið við. „En þá gerðist það sem við óttuðumst. Að vinur bæjarstjóra og samstarfsmaður þeirra, pólitískt, verður einn af þeim sem teljast hæfastir. Svo er Björgu falið að velja á milli tveggja hæfustu,“ segir Sara Dögg og að gagnrýni minnihlutans lúti helst að því sem hafi þá gerst. „Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu. Maðurinn er flokksbundinn, situr fyrir flokkinn í nefnd í sveitarstjórn og formaður bæjarráðs, sem sér um tilnefningu í starfið, er formaður í sömu nefnd. Þau eru samstarfsmenn í pólitík í skipulagsnefndinni,“ segir Sara Dögg og að vegna þess hafi fulltrúum í minnihluta þau geta vísað til stjórnsýslulaga og til vanhæfis vegna óhlutdrægni hennar. „Því hún er klárlega tengd manninum,“ segir Sara og að hún, og aðrir í minnihlutanum, telji að á þessum tímapunkti hefði Björg átt að lýsa sig vanhæfa. Sara Dögg segir ráðninguna slæma fyrir allt sveitarfélagið og íbúa þess. Það skorti nú traust. Vísir/Vilhelm „Við hefðum talið að til að taka af allan vafa um þessa ráðningu hefði hún átt að segja frá því að einn sá hæfasti væri tengdur þeim. Það væri faglegt mat ráðningarskrifstofu. En hefði svo átt að kalla til fundar og fá fulltrúa frá öllum flokkum í bæjarráði til að taka þessa ákvörðun sameiginlega. Bara að gera eitthvað til að bregðast við þessari ömurlegu stöðu sem hún var komin í.“ Sara Dögg segir að miklu leyti snúist gagnrýni þeirra líka um stöðuna sjálfa sem Lúðvík er skipaður í. Um sé að ræða afar mikilvæga stöðu innan stjórnsýslunnar sem sé mikilvægt að traust ríki um. „Það er algerlega ótækt að það sé aðili með pólitíska slagsíðu í þessari stöðu. Manni er algerlega misboðið. Stjórnsýslan á að vera hafin yfir allan vafa um pólitík eða tengingar. Sviðsstjórnar á stjórnsýslusviði eiga að vera hlutlausir og það eiga allir að geta treyst því að þeir séu það. Með þessari ráðningu getur enginn treyst því,“ segir Sara Dögg og að ráðningin sé afar slæm fyrir bæjarfélagið og íbúa. Hún segir að meirihlutinn hafi kosið með ráðningunni á fundi bæjarstjórnar í kvöld en minnihlutinn gegn henni. Sara Dögg segist þó ætla að biðja um það að málið verði rætt á fundi bæjarráðs eftir helgi.
Garðabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 3. janúar 2024 07:30 Blöskrar sorphirðan í Garðabæ Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana. 6. janúar 2024 15:37 Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Garðabær braut lög með því að falla frá ráðningu Önnu Garðabær braut gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að falla frá ráðningu Önnu Kristínar Jensdóttur, menntaðs náms- og starfsráðgjafa, í starf á leikskólanum Ökrum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 3. janúar 2024 07:30
Blöskrar sorphirðan í Garðabæ Sigurði Jökli Ólafssyni íbúa í Garðabæ brá heldur betur þegar hann ætlaði að fara með ruslið í grenndargáminn sinn við Ásgarð í Garðabæ. Þar blöstu við honum troðfullir gámar og rusl á víð og dreif á jörðinni umhverfis gámana. 6. janúar 2024 15:37
Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52