Fótbolti

Rúnar Alex kynntur til leiks í Dan­mörku

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex er genginn í raðir FCK.
Rúnar Alex er genginn í raðir FCK. FCK

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rúnar Alex kemur til FCK frá Arsenal, en hann skrifaði í dag undir samning sem gildir til ársins 2027.

Rúnar hefur lítið sem ekkert verið í myndinni hjá Arsenal síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2020 og hefur stærstan hluta tíma síns hjá félaginu verið á láni. Fyrst hjá OH Leuven í Belgíu og síðan Alanyaspor í Tyrklandi.

Hann var svo á láni hjá B-deildarliði Cardiff fyrri hluta yfirstandandi tímabils þar sem tækifærin voru af skornum skammti. Hann ákvað því að færa sig um set og er nú orðinn leikmaður FCK.

Rúnar þekkir vel til í dönsku deildinni þar sem hann á að baki 60 leiki með Nordsjælland frá 2014-2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×