Í fréttatilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að í dag verði smám saman væg leysing og við þær aðstæður verði flughált á sumum vegum, ekkí síst á Suður- og Vesturlandi.
Þá séu sviptingar í veðrinu og í fyrramálið megi gera ráð fyrir hvassri suðvestanátt og hríðarveðri á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Öxnadalsheiði. Það standi fram á annað kvöld, ef ekki lengur.
