Gluggadagur: Rólegheit á síðasta degi félagsskiptagluggans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2024 09:59 Rúnar Alex, Jesse Lingard og Albert Guðmundsson komu við sögu á gluggadegi. Samsett Vísir var með beina textalýsingu frá lokadegi félagaskiptagluggans í evrópska karlafótboltanum. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem átti sér stað Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira