Gluggadagur: Rólegheit á síðasta degi félagsskiptagluggans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2024 09:59 Rúnar Alex, Jesse Lingard og Albert Guðmundsson komu við sögu á gluggadegi. Samsett Vísir var með beina textalýsingu frá lokadegi félagaskiptagluggans í evrópska karlafótboltanum. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem átti sér stað Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Liðin í stærstu deildum Evrópu héldu sig að mestu til hlés þennan gluggadaginn, enda virðast mörg þeirra vera smeyk við fjárhagsreglurnar, FFP. Þó var ýmislegt sem átti sér stað og fylgdumst við Íslendingar kannski helst með því sem var að gerast hjá landsliðsmönnunum Rúnari Alex Rúnarssyni og Alberti Guðmundssyni. Rúnar Alex fékk samningi sínum við Arsenal rift og hélt á önnur mið. Hann var ap lokum kynntur til leiks sem nýr leikmaður FCK í Danmörku. Þá leit um tíma út fyrir að Albert Guðmundsson gæti verið á leið til Fiorentina frá Genoa. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano var Fiorentina hins vegar ekki tilbúið að greiða það verð fyrir Albert sem Genoa vildi fá fyrir hann. 🚨🔴🔵 Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth €22m plus €3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Af öðrum Íslendingum var það að frétta að Freyr Alexandersson vildi greinilega fá Kolbein Birgi Finnsson til sín í Kortrijk, eftir að hafa stýrt honum hjá Lyngby, en danska félagið hafnaði tilboði upp á rúmar 200 milljónir íslenska króna, samkvæmt BT. Þá gerði ítalska félagið Lecce danska félaginu AGF tilboð í íslenska landsliðsmanninn Mikael Anderson. Af ensku úrvalsdeildinni var það helst að frétta að Saïd Benrahma yfirgaf West Ham og fór til Lyon og Pablo Fornals fór til Real Betis, Nottingham Forest fékk fyrirliða Strasbourg, Matz Sels, í markið og þá Rodrigo Ribeiro frá Sporting CP í Portúgal og Gio Reyna frá Borussia Dortmund, Newcastle keypti hinn átján ára gamla Alfie Harrison frá Manchester City. Þá fór Armando Broja á láni frá Chelsea til Fulham, Bournemouth fékk Enes Unal frá Getafe, Mason Holgate fór frá Everton til Sheffield United og sænski unglingurinn Lucas Bergvall virðist vera að velja Tottenham fram yfir Barcelona. Óvæntustu tíðindin voru hins vegar þau að Jesse Lingar, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er að öllum líkindum á leið til Suður Kóreu. BREAKING 🚨: Jesse Lingard is close to completing a shock move to South Korean side FC Seoul 🇰🇷 pic.twitter.com/KKdWIr2znH— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2024 Stærstu tíðindi dagsins komu hins vegar alls ekki úr fótboltaheiminum þegar tilkynnt var um að Lewis Hamilton mun keyra fyrir Ferrari að komandi tímabili loknu. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta sem átti sér stað á gluggadeinum. Ef vaktin birtist ekki er hægt að endurhlaða síðuna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira