Sara Sigmunds orðin fjárfestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 09:32 Sara Sigmundsdóttir hefur trú á því að nýja smáforrtið geti hjálpað fólki við að skipuleggja réttar æfingar. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir tilkynnti í gær um aðeins öðruvísi styrktarsamning en vanalega. Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt) CrossFit Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt)
CrossFit Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira