Allt hrundi hjá Guðrúnu og Rosengård í seinni hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 22:00 Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Getty/Gualter Fatia Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård máttu sætta sig við stórt tap gegn Frankfurt í Meistaradeildinni knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira