Allt hrundi hjá Guðrúnu og Rosengård í seinni hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 22:00 Guðrún Arnardóttir er í lykilhlutverki hjá Rosengård sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Getty/Gualter Fatia Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård máttu sætta sig við stórt tap gegn Frankfurt í Meistaradeildinni knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var Rosengård með eitt stig í A-riðli en auk Frankfurt leika lið Benfica og Barcelona í þeim riðli. Barcelona var búið að tryggja sig upp úr riðlinum líkt og Benfica og því um lítið að spila. Ildaya Acikgöz kom Frankfurt í 1-0 á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Eftir hlé brustu hins vegar allar flóðgáttir hjá sænska liðinu. Nicole Anyomi kom Frankfurt í 2-0 á 66. mínútu og Shekiera Martinez bætti þriðja markinu við átta mínútum síðar en hún hafði lagt upp fyrri mörkin tvö. Tveimur mínútum eftir mark Martinez kom fjórða markið og það var miðjumaðurinn Lisanne Grawe sem skoraði það. Geraldine Reuteler skoraði fimmta markið sex mínútum fyrir leikslok og öruggur sigur Frankfurt staðreynd. Markaleikur í Portúgal Í Portúgal mættust Benfica og Barcelona í frábærum fótboltaleik. Caroline Graham Hansen kom gestunum í 1-0 á 18. mínútu og Patri Guijarro bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Marie Alidou minnkaði muninn á 26. mínútu og hún jafnaði svo metin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 2-2. Graham Hansen skoraði öðru sinni á 54. mínútu og kom Barcelona í forystu á ný. Benfica svaraði hins vegar með tveimur mörkum. Jessica Silva jafnaði í 3-3 á 71. mínútu og Lucy Bronze skoraði síðan sjálfsmark á 81. mínútu og heimakonur komnar í 4-3. Á sjöttu mínútu uppbótartíma bætti Bronze fyrir sjálfsmarkið og jafnaði metin í 4-4. Ótrúlegum leik lauk því með jafntefli og Barcelona fer því ósigrað í gegnum riðilinn en Benfica nær öðru sætinu tveimur stigum á undan Frankfurt. Frábær árangur hjá Brann Fyrr í kvöld vann norska liðið Brann 2-1 sigur á St. Pölten á heimavelli sínum í Noregi. Natasha Anasi Erlingsson var á varamannabekk Brann sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Árangur Brann er afar áhugaverður en Lyon endaði riðlinn á toppnum. Brann skilur St. Pölten og Slavia Prag eftir með sárt ennið og verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira