Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. Hugsa þarf varnir Úkraínu til lengri tíma en með stuðningi vesturlanda hafa Úkraínumenn tök á því að halda aftur af Rússum á þessu ári, byggja upp sveitir sínar á nýjan leik og undirbúa sóknaraðgerðir árið 2025. Verði ekki gerðar breytingar á vörnum Úkraínumanna, eða ef Vesturlönd láta af stuðningi sínum, yrðu varnirnar erfiðari og Úkraínumenn yrðu líklega þvingaðir til að semja við Rússa með lítið vogarafl í viðræðunum. Þetta segja þeir Michael Kofman, Rob Lee og Dara Massicot í nýlegri grein sem þeir skrifuðu og birt var á vef War on the Rocks. Þeir sérhæfa sig í málefnum rússneska hersins og hafa farið í nokkrar rannsóknarferðir til Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þeir segja Úkraínumenn þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á þessu ári, vera sparsama og takast á við erfið vandamál. Þá þarf að nota árið vel og tryggja að réttar lexíur séu lærðar af misheppnaðri gagnsókn í Sapórisjíahéraði síðasta sumar. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Fyrst verði Úkraínumenn að setja áherslu á að styrkja varnir sínar og halda aftur af Rússum. Rússneskir hermenn hafa gert mjög umfangsmiklar árásir í austurhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Þær hafa þó litlum árangri skilað og eru Rússar taldir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli og misst mikið magn skrið- og bryndreka. And video of that failed Russian assault after successive FPV strikes on Russian tanks, BMPs, and MT-LB by Ukraine s Shadow unit and 72nd Mechanized Brigade. H/t @moklasen https://t.co/TF4DpDvVQT https://t.co/TYijvUxwvJ pic.twitter.com/aGK2PP502V— Rob Lee (@RALee85) January 31, 2024 Á sama tíma þurfa Úkraínumenn að fylla upp í raðir sínar og byggja upp, vopna og þjálfa sveitir vel fyrir árið 2025. Samhliða þessu báðu þarf að halda áfram árásum á innviði Rússlands og iðnað og skapa vandamál fyrir Rússa bakvið víglínuna. Sjá einnig: Drónaárásir í Rússlandi í nótt Með þessu gætu Úkraínumenn, samkvæmt þeim Kofman, Lee og Massicot, dregið úr mætti Rússa með takmörkuðu mannfalli meðal úkraínskra hermanna og komið sér í betri stöðu fyrir árið 2025. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra þurfa að leggja sérstaka áherslu á skotfæri fyrir stórskotalið og að bæta stöðu úkraínskra hermanna þar. Sjá einnig: Selenskí boðar stóraukna vopnaframleiðslu á nýju ári Pólitískar deilur í Bandaríkjunum, sem hafa séð Úkraínumönnum fyrir umfangsmiklum birgðum af sprengikúlum í stórskotaliðsvopn, hafa leitt til þess að þaðan hefur aðstoð ekki borist um nokkuð skeið. Ekki er útlit fyrir að frekari aðstoð muni berast þaðan á næstunni. Þurfa að bæta varnarmannvirki Innan rússneska hersins eru sérstakar sveitir sem eru sérhæfðar í því að byggja sterkbyggð varnarmannvirki og bæta skotgrafir. Í úkraínska hernum eru varnir eins og skotgrafir og byrgi á ábyrgð hverrar hersveitar fyrir sig. Með því að bæta þetta ferli gætu Úkraínumenn dregið verulega úr mannfalli vegna loftárása og stórskotaliðs, þar sem góðar skotgrafir og byrgi hjálpa mjög við það. Eitt stærsta vandamál Úkraínumanna, fyrir utan skotfæraskort, snýr að mannafla. Hermenn á víglínunni í austurhluta landsins hafa margir barist nánast linnulaust í tvö ár. Umræða á sér nú stað í Kænugarði um herkvaðningu en forsvarsmenn úkraínska hersins segja þörf á um hálfri milljón hermönnum. Úkraínskir hermenn á víglínunni í Dónetskhéraði.Getty/Ignacio Marin Vólódímír Selenskí hefur hingað til dregið fæturna í því að boða nýja herkvaðningu en slíkt myndi kosta gífurlega fjármuni. Forsetinn sagði á blaðamannafundi í síðasta mánuði að það þyrfti sex skattgreiðendur til að borga laun eins hermanns. Úkraínumenn þyrftu því að finna þrjár milljónir skattgreiðenda til að greiða laun fimm hundruð þúsund hermanna. Frumvarp um svo stóra herkvaðningu hefur ekki hlotið náð þingmanna en í grein þremenninganna segja þeir að fjöldinn sé ekki það eina sem hugsa þurfi um. Einnig þurfi að hugsa um aldur hermanna og kvaðmanna. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Meðalaldur í úkraínska hernum er nokkuð hár, þar sem herinn er að miklu leyti skipaður mönnum sem hafa jafnvel verið að berjast frá árinu 2014, þegar Rússar gerðu fyrst innrás í Úkraínu. Í áðurnefndri grein segir að yngri menn þurfi í nýjar sveitir, til að tryggja aukna árásagetu. Eldri menn séu eðli málsins samkvæmt í verra formi og eigi erfiðara með að taka þátt í árásum á skotgrafir Rússa en yngri menn. Þörf er á fleiri hraðskreiðum bryndrekum og brynvörðum bílum til að flytja særða úkraínska hermenn til aðhlynningar. Stórskotaliðsárásir Rússa gera þessa flutninga hættulega.AP/Efrem Lukatsky Þjálfun gífurlega mikilvæg Þjálfun nýrra sveita skiptir einnig lykilmáli og þurfa Úkraínumenn að vinna með bakhjörlum sínum að því að bæta þjálfunarferlið, samhæfa það milli ríkja og leggja sérstaka áherslu á betri þjálfun fleiri liðþjálfa og lágt settra stjórnenda. Einnig þarf að bæta þjálfun millistjórnenda á herdeildasviði og þannig bæta skipulag innan úkraínska hersins. Það hefur sýnt sig á undanförnum tveimur árum að Úkraínumenn hafa, eins og Rússar, átt erfitt með að samhæfa aðgerðir mismunandi herdeilda og skipuleggja og halda utan um umfangsmiklar aðgerðir. Slík þekking og kunnátta er nauðsynleg til að nýta mögulega veikleika sem geta myndast á varnarlínum andstæðinga og stökkva þeim á flótta. Net og grindur sem hermenn koma fyrir yfir stórskotaliðsvopnum er ekki eingöngu ætlað að fela vopnin, heldur einnig verja þau gegn sjálfsprengidrónum.AP/Efrem Lukatsky Til að mynda slíka veikleika þurfa Úkraínumenn helst þrjá hluti, samkvæmt þeim Kofman, Lee og Massicot. Sá fyrsti er yfirburði þegar kemur að stórskotaliði. Þeir þurfa helst fleiri fallbyssur og eldflaugaskotpalla og meira af skotfærum til að veikja varnir Rússa á tilteknum stöðum. Þá þurfa þeir betri kunnáttu varðandi hreyfingu nokkurra herdeilda, eins og nefnt er hér að ofan, og aukin hergögn eins og vopn til að skjóta niður þyrlur Rússa, sem reyndust verulega skæðar í Sapórisjía. Rússneskir þyrluflugmenn flugu lágt yfir jörðinni í nokkurra kílómetra fjarlægð frá hersveitum Úkraínumanna. Þaðan gátu þeir skotið eldflaugum að Úkraínumönnum úr færi loftvarna og falið sig svo fljótt aftur bakvið sjóndeildarhringinn eða skóglendi. Úkraínumenn náðu að granda minnst níu af þessum skæðustu herþyrlum Rússa í október, eftir að þeir fengu langdrægari eldflaugar frá Bandaríkjunum. Þá var skaðinn þó að mestu skeður og gagnsóknin í Sapórisjía þegar misheppnuð. Sjá einnig: Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Þegar kemur að ná yfirburðum hvað varðar stórskotalið, gæti það orðið erfitt fyrir Úkraínumenn. Rússar hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og hafa þar að auki fengið mikið magn skotfæra frá Norður-Kóreu. Yfirburðum þarf að ná með því að blanda öðrum vopnum við stórskotalið og þar að auki með því að bæta nákvæmni stórskotaliðs. Það er best gert með drónum. Bæði eftirlitsdrónum til að stýra stórskotaliðsárásum og með sjálfsprengidrónum sem hægt er að nota til nákvæmra árása á hermenn og stórskotaliðsvopn. Notkun slíkra dróna hefur aukist til muna í vetur og hafa bæði Úkraínumenn og Rússar aukið framleiðslu sjálfsprengidróna verulega. Ráðherra í ríkisstjórn Úkraínu birti meðfylgjandi mynd í dag sem sýna á yfirlit yfir notkun sjálfsprengidróna á víglínunni í Úkraínu. 2024 will be the year of drones here. pic.twitter.com/VpQxZTRc1p— Alexander Kamyshin (@AKamyshin) January 31, 2024 Langt frá því að vera lokið Þremenningarnir segja stríðinu langt frá því að vera lokið, þó útlit sé fyrir að Rússar muni njóta yfirburða á þessu ári. Það feli ekki sjálfkrafa í sér að Rússar muni sækja verulega fram á árinu eða vinna stríðið á endanum. Lágmarksmarkmið yfirvalda í Rússlandi, um að ná fullum yfirráðum á Donbas-svæðinu svokallaða (Dónetsk og Lúhansk-héruðum), og ná að fullu Sapórisjíahéraði og Kherson-héraði, kalla á umfangsmikla landvinninga. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur skrifað undir ólöglega innlimun þessara fjögurra héraða, að Krímskaga undanskildum en hann innlimuðu Rússar ólöglega árið 2014, jafnvel þó Rússar stjórni engu þeirra að fullu. A Russian assault group gets hit by Ukrainian tank fire from close range in the southern private sector of Avdiivka. The location of the footage does confirm a further Russian advance into this sector. pic.twitter.com/n64Rw1iQR5— NOELREPORTS (@NOELreports) January 31, 2024 Eins og áður hefur komið fram, hafa Rússar ekki getað sótt mikið fram í vetur þó þeir hafi gert mjög umfangsmiklar árásir. Þessar árásir hafa kostað þúsundir hermanna lífið og þeir hafa misst hundruð skrið- og bryndreka. Mun fleiri en framleiðsla þeirra í Rússlandi annar, þótt hún hafi verið aukin til muna. Til að fylla upp í raðir sínar hafa rússneskir herforingjar sótt mikið magn af gömlum hergögnum frá tímum Sovétríkjanna í geymslur. Þremenningarnir segja mikilvægt að bakhjarlar Úkraínuþurfi að grípa til aðgerða sem fyrst og móta með Úkraínumönnum góða sýn fyrir næstu átján mánuði. Takist Úkraínumönnum að halda aftur af Rússum á þessu ári, þrátt fyrir gífurlega aukningu til varnarmála Rússlandi, og bæta stöðu sína fyrir næsta ár, gætu Úkraínumenn þá náð frumkvæðinu í átökunum og nýtt sér mögulega veikleika á vörnum Rússa til að bæta stöðu sína. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rýnt í stöðuna í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Fréttaskýringar Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47 Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Hugsa þarf varnir Úkraínu til lengri tíma en með stuðningi vesturlanda hafa Úkraínumenn tök á því að halda aftur af Rússum á þessu ári, byggja upp sveitir sínar á nýjan leik og undirbúa sóknaraðgerðir árið 2025. Verði ekki gerðar breytingar á vörnum Úkraínumanna, eða ef Vesturlönd láta af stuðningi sínum, yrðu varnirnar erfiðari og Úkraínumenn yrðu líklega þvingaðir til að semja við Rússa með lítið vogarafl í viðræðunum. Þetta segja þeir Michael Kofman, Rob Lee og Dara Massicot í nýlegri grein sem þeir skrifuðu og birt var á vef War on the Rocks. Þeir sérhæfa sig í málefnum rússneska hersins og hafa farið í nokkrar rannsóknarferðir til Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þeir segja Úkraínumenn þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á þessu ári, vera sparsama og takast á við erfið vandamál. Þá þarf að nota árið vel og tryggja að réttar lexíur séu lærðar af misheppnaðri gagnsókn í Sapórisjíahéraði síðasta sumar. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Fyrst verði Úkraínumenn að setja áherslu á að styrkja varnir sínar og halda aftur af Rússum. Rússneskir hermenn hafa gert mjög umfangsmiklar árásir í austurhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Þær hafa þó litlum árangri skilað og eru Rússar taldir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli og misst mikið magn skrið- og bryndreka. And video of that failed Russian assault after successive FPV strikes on Russian tanks, BMPs, and MT-LB by Ukraine s Shadow unit and 72nd Mechanized Brigade. H/t @moklasen https://t.co/TF4DpDvVQT https://t.co/TYijvUxwvJ pic.twitter.com/aGK2PP502V— Rob Lee (@RALee85) January 31, 2024 Á sama tíma þurfa Úkraínumenn að fylla upp í raðir sínar og byggja upp, vopna og þjálfa sveitir vel fyrir árið 2025. Samhliða þessu báðu þarf að halda áfram árásum á innviði Rússlands og iðnað og skapa vandamál fyrir Rússa bakvið víglínuna. Sjá einnig: Drónaárásir í Rússlandi í nótt Með þessu gætu Úkraínumenn, samkvæmt þeim Kofman, Lee og Massicot, dregið úr mætti Rússa með takmörkuðu mannfalli meðal úkraínskra hermanna og komið sér í betri stöðu fyrir árið 2025. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra þurfa að leggja sérstaka áherslu á skotfæri fyrir stórskotalið og að bæta stöðu úkraínskra hermanna þar. Sjá einnig: Selenskí boðar stóraukna vopnaframleiðslu á nýju ári Pólitískar deilur í Bandaríkjunum, sem hafa séð Úkraínumönnum fyrir umfangsmiklum birgðum af sprengikúlum í stórskotaliðsvopn, hafa leitt til þess að þaðan hefur aðstoð ekki borist um nokkuð skeið. Ekki er útlit fyrir að frekari aðstoð muni berast þaðan á næstunni. Þurfa að bæta varnarmannvirki Innan rússneska hersins eru sérstakar sveitir sem eru sérhæfðar í því að byggja sterkbyggð varnarmannvirki og bæta skotgrafir. Í úkraínska hernum eru varnir eins og skotgrafir og byrgi á ábyrgð hverrar hersveitar fyrir sig. Með því að bæta þetta ferli gætu Úkraínumenn dregið verulega úr mannfalli vegna loftárása og stórskotaliðs, þar sem góðar skotgrafir og byrgi hjálpa mjög við það. Eitt stærsta vandamál Úkraínumanna, fyrir utan skotfæraskort, snýr að mannafla. Hermenn á víglínunni í austurhluta landsins hafa margir barist nánast linnulaust í tvö ár. Umræða á sér nú stað í Kænugarði um herkvaðningu en forsvarsmenn úkraínska hersins segja þörf á um hálfri milljón hermönnum. Úkraínskir hermenn á víglínunni í Dónetskhéraði.Getty/Ignacio Marin Vólódímír Selenskí hefur hingað til dregið fæturna í því að boða nýja herkvaðningu en slíkt myndi kosta gífurlega fjármuni. Forsetinn sagði á blaðamannafundi í síðasta mánuði að það þyrfti sex skattgreiðendur til að borga laun eins hermanns. Úkraínumenn þyrftu því að finna þrjár milljónir skattgreiðenda til að greiða laun fimm hundruð þúsund hermanna. Frumvarp um svo stóra herkvaðningu hefur ekki hlotið náð þingmanna en í grein þremenninganna segja þeir að fjöldinn sé ekki það eina sem hugsa þurfi um. Einnig þurfi að hugsa um aldur hermanna og kvaðmanna. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Meðalaldur í úkraínska hernum er nokkuð hár, þar sem herinn er að miklu leyti skipaður mönnum sem hafa jafnvel verið að berjast frá árinu 2014, þegar Rússar gerðu fyrst innrás í Úkraínu. Í áðurnefndri grein segir að yngri menn þurfi í nýjar sveitir, til að tryggja aukna árásagetu. Eldri menn séu eðli málsins samkvæmt í verra formi og eigi erfiðara með að taka þátt í árásum á skotgrafir Rússa en yngri menn. Þörf er á fleiri hraðskreiðum bryndrekum og brynvörðum bílum til að flytja særða úkraínska hermenn til aðhlynningar. Stórskotaliðsárásir Rússa gera þessa flutninga hættulega.AP/Efrem Lukatsky Þjálfun gífurlega mikilvæg Þjálfun nýrra sveita skiptir einnig lykilmáli og þurfa Úkraínumenn að vinna með bakhjörlum sínum að því að bæta þjálfunarferlið, samhæfa það milli ríkja og leggja sérstaka áherslu á betri þjálfun fleiri liðþjálfa og lágt settra stjórnenda. Einnig þarf að bæta þjálfun millistjórnenda á herdeildasviði og þannig bæta skipulag innan úkraínska hersins. Það hefur sýnt sig á undanförnum tveimur árum að Úkraínumenn hafa, eins og Rússar, átt erfitt með að samhæfa aðgerðir mismunandi herdeilda og skipuleggja og halda utan um umfangsmiklar aðgerðir. Slík þekking og kunnátta er nauðsynleg til að nýta mögulega veikleika sem geta myndast á varnarlínum andstæðinga og stökkva þeim á flótta. Net og grindur sem hermenn koma fyrir yfir stórskotaliðsvopnum er ekki eingöngu ætlað að fela vopnin, heldur einnig verja þau gegn sjálfsprengidrónum.AP/Efrem Lukatsky Til að mynda slíka veikleika þurfa Úkraínumenn helst þrjá hluti, samkvæmt þeim Kofman, Lee og Massicot. Sá fyrsti er yfirburði þegar kemur að stórskotaliði. Þeir þurfa helst fleiri fallbyssur og eldflaugaskotpalla og meira af skotfærum til að veikja varnir Rússa á tilteknum stöðum. Þá þurfa þeir betri kunnáttu varðandi hreyfingu nokkurra herdeilda, eins og nefnt er hér að ofan, og aukin hergögn eins og vopn til að skjóta niður þyrlur Rússa, sem reyndust verulega skæðar í Sapórisjía. Rússneskir þyrluflugmenn flugu lágt yfir jörðinni í nokkurra kílómetra fjarlægð frá hersveitum Úkraínumanna. Þaðan gátu þeir skotið eldflaugum að Úkraínumönnum úr færi loftvarna og falið sig svo fljótt aftur bakvið sjóndeildarhringinn eða skóglendi. Úkraínumenn náðu að granda minnst níu af þessum skæðustu herþyrlum Rússa í október, eftir að þeir fengu langdrægari eldflaugar frá Bandaríkjunum. Þá var skaðinn þó að mestu skeður og gagnsóknin í Sapórisjía þegar misheppnuð. Sjá einnig: Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Þegar kemur að ná yfirburðum hvað varðar stórskotalið, gæti það orðið erfitt fyrir Úkraínumenn. Rússar hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og hafa þar að auki fengið mikið magn skotfæra frá Norður-Kóreu. Yfirburðum þarf að ná með því að blanda öðrum vopnum við stórskotalið og þar að auki með því að bæta nákvæmni stórskotaliðs. Það er best gert með drónum. Bæði eftirlitsdrónum til að stýra stórskotaliðsárásum og með sjálfsprengidrónum sem hægt er að nota til nákvæmra árása á hermenn og stórskotaliðsvopn. Notkun slíkra dróna hefur aukist til muna í vetur og hafa bæði Úkraínumenn og Rússar aukið framleiðslu sjálfsprengidróna verulega. Ráðherra í ríkisstjórn Úkraínu birti meðfylgjandi mynd í dag sem sýna á yfirlit yfir notkun sjálfsprengidróna á víglínunni í Úkraínu. 2024 will be the year of drones here. pic.twitter.com/VpQxZTRc1p— Alexander Kamyshin (@AKamyshin) January 31, 2024 Langt frá því að vera lokið Þremenningarnir segja stríðinu langt frá því að vera lokið, þó útlit sé fyrir að Rússar muni njóta yfirburða á þessu ári. Það feli ekki sjálfkrafa í sér að Rússar muni sækja verulega fram á árinu eða vinna stríðið á endanum. Lágmarksmarkmið yfirvalda í Rússlandi, um að ná fullum yfirráðum á Donbas-svæðinu svokallaða (Dónetsk og Lúhansk-héruðum), og ná að fullu Sapórisjíahéraði og Kherson-héraði, kalla á umfangsmikla landvinninga. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur skrifað undir ólöglega innlimun þessara fjögurra héraða, að Krímskaga undanskildum en hann innlimuðu Rússar ólöglega árið 2014, jafnvel þó Rússar stjórni engu þeirra að fullu. A Russian assault group gets hit by Ukrainian tank fire from close range in the southern private sector of Avdiivka. The location of the footage does confirm a further Russian advance into this sector. pic.twitter.com/n64Rw1iQR5— NOELREPORTS (@NOELreports) January 31, 2024 Eins og áður hefur komið fram, hafa Rússar ekki getað sótt mikið fram í vetur þó þeir hafi gert mjög umfangsmiklar árásir. Þessar árásir hafa kostað þúsundir hermanna lífið og þeir hafa misst hundruð skrið- og bryndreka. Mun fleiri en framleiðsla þeirra í Rússlandi annar, þótt hún hafi verið aukin til muna. Til að fylla upp í raðir sínar hafa rússneskir herforingjar sótt mikið magn af gömlum hergögnum frá tímum Sovétríkjanna í geymslur. Þremenningarnir segja mikilvægt að bakhjarlar Úkraínuþurfi að grípa til aðgerða sem fyrst og móta með Úkraínumönnum góða sýn fyrir næstu átján mánuði. Takist Úkraínumönnum að halda aftur af Rússum á þessu ári, þrátt fyrir gífurlega aukningu til varnarmála Rússlandi, og bæta stöðu sína fyrir næsta ár, gætu Úkraínumenn þá náð frumkvæðinu í átökunum og nýtt sér mögulega veikleika á vörnum Rússa til að bæta stöðu sína.
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Girkin dæmdur í fjögurra ára fangelsi Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir öfgar. Hann var árið 2022 dæmdur í fjarveru í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu árið 2014. 25. janúar 2024 13:47
Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent