Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun nú í gildi á suðvesturhorni landsins. Veðurviðvörunin er í gildi til klukkan 17:30, að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Þeir vegir sem eru lokaðir vegna veðurs nú eru meðal annars Kjalarnes, Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli. Þá hefur hringvegur undir Eyjafjöllum milli Hvolsvallar og Víkur verið lokað vegna veðurs.
Hægt er að fylgjast með stöðu vegakerfisins inni á vef Vegagerðarinnar.
Frétt uppfærð kl. 15:43.
Fram kemur nú á vef Vegagerðarinnar að Reykjanesbraut sé opnuð á ný. Hún er þó á óvissustigi til klukkan 20:00 og getur verið að henni verði lokað aftur í skyndi.