Segist ekki hafa verið metinn að verðleikum og að tilkynningin hafi frelsað sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 23:31 Xavi virðist frekar feginn yfir því að vera að hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona. Diego Souto/Getty Images Xavi Hernandez, fráfarandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að honum líði eins og hann hafi verið frelsaður eftir að hann tilkynnti um að hann myndi hætta sem stjóri liðsins að yfirstandandi tímabili loknu. Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Xavi gerði Barcelona að spænsku meisturum á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins tímabilið 2022-2023. Gengi Börsunga á yfirstandandi tímabili hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska og liðið situr i fjórða sæti spænsku deildarinnar með 44 stig eftir 21 leik, ellefu stigum á eftir toppliði Girona. Börsungar máttu svo þola 5-3 tap gegn Villarreal á heimavelli síðastliðinn laugardag og eftir tapið greindi Xavi frá ákvörðun sinni að yfirgefa félagið í sumar. Xavi, sem lék stærstan hluta leikmannaferils síns hjá Barcelona, virðist þó vera heldur feginn að vera losna úr starfinu. Hann segist hafa verið búinn að taka ákvörðunina fyrir löngu. „Það sem við gerum er ekki metið að verðleikum og það er þess vegna sem ég tók ákvörðun um að þetta yrði mitt síðasta tímabil sem þjálfari,“ sagði Xavi. „Þeir láta þér líða eins og þú sért ekki verðugur, á hverjum einasta degi. Þetta hefur komið fyrir alla þjálfara. Ég ræddi við Pep Guardiola og hann var búinn að segja mér þetta og Ernesto Valverdi líka. Með Luis Enrique get ég séð þetta og ég horfði á hann þjást.“ „Ég er búinn að heyra að ég hafi tekið þessa ákvörðun af ýmsum ástæðum. En nei, ég tók þessa ákvörðun af því að mér finnst mín vinna og það sem við höfum gert ekki vera metið að verðleikum. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun fyrir löngu. Raunar tók ég þessa ákvörðun í upphafi tímabilsins,“ bætti Xavi við. „Mér fannst tilkynningin frelsa mig á persónulegum nótum, en ég er enn staðráðinn í að gera vel,“ sagði Xavi að lokum. "It seems you have your life at stake during every single moment"Xavi claims that he has never felt valued at Barcelona and that it has made his job 'unenjoyable' pic.twitter.com/dUiCJ1zOmF— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira