„Ég er á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 12:00 Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur verið að gera mjög góða hluti í sundinu. SSÍ Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom heim til Íslands til að keppa á Reykjavikurleikunum um síðustu helgi en hún stundar nám og æfingar út í Danmörku. Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira