Fyrirliðinn Van Dijk ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:30 Ekki viss hvað gerist næsta sumar. Simon Stacpoole/Getty Images Virgil van Dijk, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segist ekki viss um hvað framtíðin ber í skauti sér og hvort hann verði áfram hjá félaginu eftir að Jürgen Klopp hættir sem þjálfari liðsins. Stutt er síðan Klopp tilkynnti að hann myndi hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hinn 32 ára gamli Van Dijk nú sagt að hann sé ekki viss hvað hann geri í framtíðinni. Liverpool festi kaup á hollenska miðverðinum í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda. Núverandi samningur hans rennur út sumarið 2025 svo ætli Liverpool sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn þarf að selja hann næsta sumar. „Það er stór spurning, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk aðspurður hvort hann ætlaði sér að vera hluti af næsta tímabili í sögu Liverpool. Samningar Trent Alexander-Arnolds og Mohamed Salah renna einnig út sumarið 2025. Ásamt Klopp þá eru þeir Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos einnig að hætta hjá félaginu. Virgil van Dijk says he is unsure whether he will still be at Liverpool when Jurgen Klopp departs this summer pic.twitter.com/0bTQVk0Lam— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 „Það er svo mikið sem mun breytast. Ég er mjög forvitinn að sjá hvaða stefnu félagið tekur en þegar það verður tilkynnt þá vitum við meira,“ bætti Van Dijk við. Liverpool er sem stendur í fjórum keppnum. Liðið er á toppnum á ensku úrvalsdeildinni, í úrslitum enska deildarbikarsins, 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og enn í ensku bikarkeppninni. „Það verður endirinn á Klopp-tímanum. Ég er enn hluti af honum og vil því ekki tala of mikið um hann. Vonandi náum við þeim árangri sem okkur dreymir um og þegar þar að kemur þá vitum við vonandi meira um hvað félagið vill í framtíðinni, svo tökum við stöðuna.“ Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Klopp er pabbi allrar borgarinnar“ Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir það sorglegar fréttir að Jürgen Klopp sé að hætta með liðið en Liverpool vann 5-2 sigur á Norwich City í ensku bikarkeppninni í gær í fyrsta leiknum eftir tilkynningu Þjóðverjans. 29. janúar 2024 17:17 Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins. 29. janúar 2024 10:30 „Ekki hugsa meira um mig“ Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 28. janúar 2024 18:00 Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu. 27. janúar 2024 13:16 Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Stutt er síðan Klopp tilkynnti að hann myndi hætta sem þjálfari Liverpool að tímabilinu loknu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur hinn 32 ára gamli Van Dijk nú sagt að hann sé ekki viss hvað hann geri í framtíðinni. Liverpool festi kaup á hollenska miðverðinum í janúar 2018 fyrir 75 milljónir punda. Núverandi samningur hans rennur út sumarið 2025 svo ætli Liverpool sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn þarf að selja hann næsta sumar. „Það er stór spurning, ég veit það ekki,“ sagði Van Dijk aðspurður hvort hann ætlaði sér að vera hluti af næsta tímabili í sögu Liverpool. Samningar Trent Alexander-Arnolds og Mohamed Salah renna einnig út sumarið 2025. Ásamt Klopp þá eru þeir Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos einnig að hætta hjá félaginu. Virgil van Dijk says he is unsure whether he will still be at Liverpool when Jurgen Klopp departs this summer pic.twitter.com/0bTQVk0Lam— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 „Það er svo mikið sem mun breytast. Ég er mjög forvitinn að sjá hvaða stefnu félagið tekur en þegar það verður tilkynnt þá vitum við meira,“ bætti Van Dijk við. Liverpool er sem stendur í fjórum keppnum. Liðið er á toppnum á ensku úrvalsdeildinni, í úrslitum enska deildarbikarsins, 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og enn í ensku bikarkeppninni. „Það verður endirinn á Klopp-tímanum. Ég er enn hluti af honum og vil því ekki tala of mikið um hann. Vonandi náum við þeim árangri sem okkur dreymir um og þegar þar að kemur þá vitum við vonandi meira um hvað félagið vill í framtíðinni, svo tökum við stöðuna.“
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Klopp er pabbi allrar borgarinnar“ Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir það sorglegar fréttir að Jürgen Klopp sé að hætta með liðið en Liverpool vann 5-2 sigur á Norwich City í ensku bikarkeppninni í gær í fyrsta leiknum eftir tilkynningu Þjóðverjans. 29. janúar 2024 17:17 Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins. 29. janúar 2024 10:30 „Ekki hugsa meira um mig“ Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 28. janúar 2024 18:00 Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu. 27. janúar 2024 13:16 Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
„Klopp er pabbi allrar borgarinnar“ Curtis Jones, leikmaður Liverpool, segir það sorglegar fréttir að Jürgen Klopp sé að hætta með liðið en Liverpool vann 5-2 sigur á Norwich City í ensku bikarkeppninni í gær í fyrsta leiknum eftir tilkynningu Þjóðverjans. 29. janúar 2024 17:17
Gera „Last Dance“ heimildaþætti um Jürgen Klopp Myndavélarnar verða á Jürgen Klopp síðustu mánuðina hans sem knattspyrnustjóri Liverpool og ekki bara þær sem eru á leikjum liðsins. 29. janúar 2024 10:30
„Ekki hugsa meira um mig“ Jurgen Klopp stýrði Liverpool til sigurs í fyrsta leiknum síðan hann tilkynnti starfslok. 28. janúar 2024 18:00
Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu. 27. janúar 2024 13:16
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41