Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 16:30 Sænska tónlistarkonan Robyn er á meðal tónlistarmanna í Svíþjóð sem vilja meina Ísrael þátttöku í Eurovision í ár. Erika Goldring/FilmMagic Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade. Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ekki meira en bara vinir Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
Í umfjöllun Aftonbladet um málið kemur fram að ástæðan séu árásir Ísraela á Gasa, þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Haft er eftir tónlistarmönnunum að neyðarástand sé á Gasa. Bent er á að athæfi Ísraela hafi verið til skoðunar hjá Alþjóðamannréttindadómstólnum í Haag. Þá er bent á að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi árið 2022 vísað Rússum úr keppni vegna brota þeirra á alþjóðalögum, í kjölfar innrásar þeirra í Úkraínu. „Okkar skoðun er sú að það felist tvöfeldni í því að leyfa Ísrael að taka þátt sem rýri trúverðugleika samtakanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Svíanna. Þess er getið í umfjöllun Aftonbladet að sambærileg áskorun hafi komið fram á Íslandi og í Finnlandi af hálfu tónlistarmanna. Þá vekur það athygli að tveir listamannanna sem rita nafn sitt á listann, Jacqline og tvíeykið Medina, eru bæði keppendur í Melodifestivalen, sænsku söngvakeppninni í ár. Aftonbladet hefur eftir Anders Wistbacka, einum af skipuleggjendum Melodifestivalen, að það sé ekki brot á reglum keppninnar að setja nafn sitt á slíkan lista. Áður hefur EBU gefið út í yfirlýsingu að Ísrael verði ekki meinað að taka þátt. Þess er getið að SVT, sænska ríkisútvarpið hafi sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftalista tónlistarmannanna. Þar er þess getið að það sé á ábyrgð EBU að taka ákvörðun um þátttöku landa í Eurovision.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ekki meira en bara vinir Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr Sjá meira
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision Ísrael verður ekki meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í ár. Þetta er ákvörðun skipuleggjenda keppninnar í Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). 18. janúar 2024 11:43