Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru þrír bílar sendir á vettvang. Umrætt húsnæði stendur við Gullsléttu.
Tekist hefur að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta og skoða húsnæðið. Mikinn reyk lagði frá húsinu en að sögn slökkviliðs náði eldurinn ekki að dreifa úr sér.
Eldsupptök liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líklegt þykir að kviknað hafi í útfrá rafmagnstöflu.
Fréttin hefur verið uppfærð.