Snjómokstursmálið mikla farsællega til lykta leitt Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 11:29 Tómas er ánægður með Vísi en eftir að hann tjáði sig um vanda sem hafði staðið í fjögur ár var hann farsællega til lykta leiddur. Snjómokstursmaðurinn er hættur að vekja hann klukkan fjögur á nóttu. vísir/jakob Tómas Skúlason og fjölskylda sofa nú svefni hinna réttlátu í Breiðholti en mikil snjómokstursvél tók ævinlega til hendinni þegar snjór kom úr lofti við svefnherbergisglugga þeirra klukkan fjögur að nóttu til. „Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka. Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Sjá meira
„Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka.
Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Sjá meira