Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 11:15 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, er til í nýjar þotur frá Boeing. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Reuters greinir frá en tilefnið eru fréttir af því að bandaríska flugfélagið United Airlines hyggist hætta við kaup á 277 Max 10 vélum. Vélar af gerðinni Max 9 frá Boeing hafa verið kyrrsettar í Bandaríkjunum eftir að dyr losnuðu á vél Alaska Airlines. Í kjölfarið við skoðun á vélunum hafa fundist skrúfboltar sem herða hefði þurft betur. Þetta hefur fundist í vélum Alaska Airlines og United Airlines. „Við höfum tjáð þeim að ef sum af þessum bandarísku flugfélögum vilja ekki Max 10 vélarnar, að þá muni Ryanair hirða þessar vélar,“ hefur Reuters eftir Michael O'Leary, forstjóra Ryanair. Hann segir að ný vél Boeing verði byltingarkennd fyrir flugiðnaðinn. Á sama tíma tekur forstjórinn fram að Boeing þurfi að fara yfir gæðamál innanhúss. Áður hefur Neil Sorahan, yfirmaður fjármálasviðs hjá Ryanair, sagt að félagið sé tilbúið til að kaupa vélarnar, á réttu verði. Félagið vonast til að hinar nýju vélar verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrir lok ársins og geti hafið sig til flugs í byrjun næsta árs. Ryanair er það flugfélag sem flýgur flestum farþegum í Evrópu. Félagið hefur þegar pantað 150 vélar af gerð Max 10, með möguleikanum á að panta 150 til viðbótar. Félagið á þegar 136 farþegaþotur af gerðinni Boeing Max 8 og 409 eldri vélar úr smiðju Boeing. Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Reuters greinir frá en tilefnið eru fréttir af því að bandaríska flugfélagið United Airlines hyggist hætta við kaup á 277 Max 10 vélum. Vélar af gerðinni Max 9 frá Boeing hafa verið kyrrsettar í Bandaríkjunum eftir að dyr losnuðu á vél Alaska Airlines. Í kjölfarið við skoðun á vélunum hafa fundist skrúfboltar sem herða hefði þurft betur. Þetta hefur fundist í vélum Alaska Airlines og United Airlines. „Við höfum tjáð þeim að ef sum af þessum bandarísku flugfélögum vilja ekki Max 10 vélarnar, að þá muni Ryanair hirða þessar vélar,“ hefur Reuters eftir Michael O'Leary, forstjóra Ryanair. Hann segir að ný vél Boeing verði byltingarkennd fyrir flugiðnaðinn. Á sama tíma tekur forstjórinn fram að Boeing þurfi að fara yfir gæðamál innanhúss. Áður hefur Neil Sorahan, yfirmaður fjármálasviðs hjá Ryanair, sagt að félagið sé tilbúið til að kaupa vélarnar, á réttu verði. Félagið vonast til að hinar nýju vélar verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrir lok ársins og geti hafið sig til flugs í byrjun næsta árs. Ryanair er það flugfélag sem flýgur flestum farþegum í Evrópu. Félagið hefur þegar pantað 150 vélar af gerð Max 10, með möguleikanum á að panta 150 til viðbótar. Félagið á þegar 136 farþegaþotur af gerðinni Boeing Max 8 og 409 eldri vélar úr smiðju Boeing.
Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira