Joe Biden greindi frá árásinni í yfirlýsingu í eftirmiðdaginn í dag. Þar sakaði hann vígasamtök styrkt af Írönum um að bera ábyrgð á árásinni.
Þetta eru fyrstu bandarísku hermennirnir til að falla í árásum á bandaríska herinn í Mið-Austurlöndum frá því átökin á Gasasvæðinu hófust í október.
„Efist ekki - við munum draga þá til ábyrgðar þegar og á þann hátt sem við veljum,“ sagði Biden um hefndaraðgerðir Bandaríkjanna í yfirlýsingunni.
Muhannnad Mubaidin, talsmaður ríkisstjórnar Jórdaníu, hélt því fram í ríkissjónvarpi Jórdaníu að árásin hefði ekki átt sér stað í Jórdaníu heldur hinum megin við landamærin í Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa hafnað því.